Suður- og suðvestan stormur mun ganga yfir landið í dag með krappri lægð.
Víða 18-23 metra á sekúndu en aftur á móti verður hitastig töluvert miðað við árstíma.
Það má búast við vindhviðum allt að 35-40 metrar á sekúndu víða norður- og norðvestan til og gætu vindhviður verið svo sterkar undir Hafnafjalli í dag. Einnig má búast við miklum vindi á Snæfellsnesi í dag.
Vegir eru víða auðir en þó eru hálkublettir eða hálka á vegum norðan og austanvert landinu.
Vegir eru greiðfærir bæði á Suðurlandi og Vesturlandi.
Einhver ofankoma er á vegum á Vestfjörðum og hálkublettir eða snjóþekja á hálendinu á landshlutanum.
Vegir eru færir á Norðurlandi en hálka og hálkublettir eru sumstaðar á útvegum.
Vegir eru einnig víðast hvar auðir á Austurlandi þótt hálkublettir eða jafnvel hálka sé á nokkrum útvegum.
Mikil hálka er á Breiðdalsheiði.
