Arsenal og Napólí geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en líklegra er að spennan verði óbærileg fram í síðustu umferð.
Arsenal og Napólí hafa 9 stig eftir fjórar umferðir í F-riðli, Borussia Dortmund hefur 6 stig en Marseille er stigalaust. Ljóst er að Marseille á enga von um að komast áfram í deildinni og aðeins fræðilega von að komast í Evrópudeildina. Til þess þarf liðið að vinna sína tvo leiki og Dortmund að tapa báðum. Fáir hafa trú á því.
Mun meiri vangaveltur eru um gang mála á toppi riðilsins. Takist Dortmund ekki að leggja Napólí að velli í Þýskalandi í kvöld og Arsenal leggur Marseille þá fara ítalska og enska liðið áfram. Vinni Dortmund sigur á Napólí magnast spennan.
Svo gæti farið að öll liðin þrjú verði jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Ekki er ólíklegt að svo fari. Vinni Dortmund sigur á Napólí og Arsenal sigrar Marseille í kvöld ásamt því að Dortmund leggi Marseille og Napólí klári Arsenal heima í lokaumferðinni verða liðin þrjú öll með tólf stig.
Það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að lið með 12 stig komist ekki áfram í 16-liða úrslitin. Það væri í raun ótrúlegt að þurfa að sitja eftir með sárt ennið eftir fjóra sigra í sex leikjum.
Verði liðin þrjú jöfn að stigum eru innbyrðisviðureignirnar skoðaðar. Arsenal og Dortmund hafa mæst tvisvar og þar stendur Dortmund betur að vígi með fleiri mörk skoruð á útivelli. Napóli hefur 2-1 forystu í einvíginu gegn Dortmund og Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Napólí fyrir seinni leikinn í lokaumferðinni.
Svo gæti farið að liðin yrðu ekki aðeins með jafnmörg stig heldur yrði markatala þeirra einnig sú sama. Þá myndu liðin með flest mörk skoruð á útivelli fara áfram. Myndin verður skýrari eftir kvöldið í kvöld.
Leikur Dortmund og Napólí verður í beinni á Stöð 2 Sport og viðureign Arsenal og Marseille á Sport 3. Leikirnir hefjast klukkan 19.45.
Gæti þurft að hóa í stærðfræðing vegna stöðunnar í F-riðli
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn



Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn


ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík
Íslenski boltinn