Stærsti listaverkavefur Íslands opnaður Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2013 14:05 Á síðunni er til dæmis hægt að fræðast um verkið Odelscape eftir Erró. Listasafn Reykjavíkur fagnar tímamótum í dag þegar tæplega níu þúsund listaverk í eigu safnsins verða gerð aðgengileg á vefsíðunni safneign.listasafnreykjavikur.is. Á síðunni er hægt að nálgast myndir og upplýsingar um verk eftir íslenska listamenn frá aldamótunum 1900 til ársins 2013. Þar er jafnframt hægt að skoða götukort með upplýsingum um útilistaverk í Reykjavík. Þá hafa listfræðingar skrifað fróðleik um valin verk á síðunni. „Það er afar ánægjulegt að geta boðið fólki að nálgast stóran hluta af listaverkum í eigu Listasafns Reykjavíkur á vefnum. Listaverkin hafa með þessu verið færð út fyrir veggi safnsins og til almennings. Vefsíðan býður upp á mikla möguleika til að fræðast og njóta myndlistar og getur jafnframt verið áhrifamikið tæki í kennslu,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.Vefurinn auðveldar aðgengi að íslenskri myndlist og er ætlað að auka áhuga á þessum mikilvæga menningararfi þjóðarinnar. Vefsíðan býður jafnframt upp á nýja möguleika til að njóta myndlistar og fræðast um íslenska listasögu. Verkefnið hefur verið í þróun í fjögur ár og liggur mikil skráningar-og þróunarvinna að baki því samkvæmt fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Vefsíðan er að hluta til unnin í samstarfi við DCA (stafræn endurgerð á samtímalist) sem er verkefni á vegum Evrópusambandsins en það miðar að því að gera menningararf Evrópu aðgengilegan á vefnum Europeana.eu. Listasafn Reykjavíkur er stærsta listasafn landsins en safneignin telur alls um sautján þúsund verk og samanstendur af almennri listaverkaeign eftir fjölda innlendra og erlendra listamanna, Errósafni, Kjarvalssafni og Ásmundarsafni. Þessi söfn hafa ýmist orðið til fyrir stórmannlegar gjafir listamanna og einstaklinga eða kaup á listaverkum. Öll verk eftir íslenska listamenn eru nú til sýnis á nýju vefsíðunni nema hluti af teikningum í eigu safnsins. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur fagnar tímamótum í dag þegar tæplega níu þúsund listaverk í eigu safnsins verða gerð aðgengileg á vefsíðunni safneign.listasafnreykjavikur.is. Á síðunni er hægt að nálgast myndir og upplýsingar um verk eftir íslenska listamenn frá aldamótunum 1900 til ársins 2013. Þar er jafnframt hægt að skoða götukort með upplýsingum um útilistaverk í Reykjavík. Þá hafa listfræðingar skrifað fróðleik um valin verk á síðunni. „Það er afar ánægjulegt að geta boðið fólki að nálgast stóran hluta af listaverkum í eigu Listasafns Reykjavíkur á vefnum. Listaverkin hafa með þessu verið færð út fyrir veggi safnsins og til almennings. Vefsíðan býður upp á mikla möguleika til að fræðast og njóta myndlistar og getur jafnframt verið áhrifamikið tæki í kennslu,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.Vefurinn auðveldar aðgengi að íslenskri myndlist og er ætlað að auka áhuga á þessum mikilvæga menningararfi þjóðarinnar. Vefsíðan býður jafnframt upp á nýja möguleika til að njóta myndlistar og fræðast um íslenska listasögu. Verkefnið hefur verið í þróun í fjögur ár og liggur mikil skráningar-og þróunarvinna að baki því samkvæmt fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Vefsíðan er að hluta til unnin í samstarfi við DCA (stafræn endurgerð á samtímalist) sem er verkefni á vegum Evrópusambandsins en það miðar að því að gera menningararf Evrópu aðgengilegan á vefnum Europeana.eu. Listasafn Reykjavíkur er stærsta listasafn landsins en safneignin telur alls um sautján þúsund verk og samanstendur af almennri listaverkaeign eftir fjölda innlendra og erlendra listamanna, Errósafni, Kjarvalssafni og Ásmundarsafni. Þessi söfn hafa ýmist orðið til fyrir stórmannlegar gjafir listamanna og einstaklinga eða kaup á listaverkum. Öll verk eftir íslenska listamenn eru nú til sýnis á nýju vefsíðunni nema hluti af teikningum í eigu safnsins.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira