Kevin Magnussen mun aka við hlið Jenson Button hjá McLaren í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili.
Eftir margra vikna getgátur um hvort Sergio Perez yrði áfram hjá liðinu ákváðu forráðamenn liðsins að láta Perez fara.
Magnussen, sem er sonur Jan Magnussen sem ók á sínum tíma hjá McLaren, hefur getið sér afar gott orðspor í Formúlu Renault 3.5. Hann telur það munu koma sér vel að geta leitað til Button eftir aðstoð.
„Það hefur verið draumur minn frá barnæsku að aka fyrir McLaren. Það eru engar ýkjur að ég hef lagt mig fram nánast daglega til þess að verða Formúlu 1 ökumaður hjá liðinu,“ sagði Magnussen.
Ítarlegt viðtal við Magnussen og forráðamenn McLaren má lesa hér.
Dani ekur fyrir McLaren á næsta tímabili
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



