Sögulegur sigur hjá Vettel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2013 20:59 Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. „Ég er orðlaus. Við megum ekki gleyma þessum dögum,“ sagði Vettel við liðsfélaga sína eftir að hafa komið fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Michael Schumacher og Alberto Ascari áttu gamla metið en Vettel hefur verið ósigrandi síðan að stutt hlé var gert á mótaröðinni í sumar. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni fyrir þremur keppnum síðan. Vettel var á ráspól í dag, eins og svo oft áður, og styrkti stöðu sína með öflugum akstri strax í upphafi. Romain Grosjean, Lotus, varð annar í dag eftir keppni við Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. Lewis Hamilton, Mercedes, varð fjórði og Fernando Alonso á Ferrari fimmti. Alonso tryggði sér annað sætið í stigakeppni ökuþóra með árangrinum í dag. Eitt mót er eftir á keppnistímabilinu en það verður haldið í Brasilíu um næstu helgi. Með sigri þar mun Vettel jafna árangur Ascari sem vann tíu mót í röð yfir tvö tímabil, frá 1952 til 1953. Formúla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. „Ég er orðlaus. Við megum ekki gleyma þessum dögum,“ sagði Vettel við liðsfélaga sína eftir að hafa komið fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Michael Schumacher og Alberto Ascari áttu gamla metið en Vettel hefur verið ósigrandi síðan að stutt hlé var gert á mótaröðinni í sumar. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni fyrir þremur keppnum síðan. Vettel var á ráspól í dag, eins og svo oft áður, og styrkti stöðu sína með öflugum akstri strax í upphafi. Romain Grosjean, Lotus, varð annar í dag eftir keppni við Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. Lewis Hamilton, Mercedes, varð fjórði og Fernando Alonso á Ferrari fimmti. Alonso tryggði sér annað sætið í stigakeppni ökuþóra með árangrinum í dag. Eitt mót er eftir á keppnistímabilinu en það verður haldið í Brasilíu um næstu helgi. Með sigri þar mun Vettel jafna árangur Ascari sem vann tíu mót í röð yfir tvö tímabil, frá 1952 til 1953.
Formúla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira