Sögulegur sigur hjá Vettel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2013 20:59 Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. „Ég er orðlaus. Við megum ekki gleyma þessum dögum,“ sagði Vettel við liðsfélaga sína eftir að hafa komið fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Michael Schumacher og Alberto Ascari áttu gamla metið en Vettel hefur verið ósigrandi síðan að stutt hlé var gert á mótaröðinni í sumar. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni fyrir þremur keppnum síðan. Vettel var á ráspól í dag, eins og svo oft áður, og styrkti stöðu sína með öflugum akstri strax í upphafi. Romain Grosjean, Lotus, varð annar í dag eftir keppni við Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. Lewis Hamilton, Mercedes, varð fjórði og Fernando Alonso á Ferrari fimmti. Alonso tryggði sér annað sætið í stigakeppni ökuþóra með árangrinum í dag. Eitt mót er eftir á keppnistímabilinu en það verður haldið í Brasilíu um næstu helgi. Með sigri þar mun Vettel jafna árangur Ascari sem vann tíu mót í röð yfir tvö tímabil, frá 1952 til 1953. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. „Ég er orðlaus. Við megum ekki gleyma þessum dögum,“ sagði Vettel við liðsfélaga sína eftir að hafa komið fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Michael Schumacher og Alberto Ascari áttu gamla metið en Vettel hefur verið ósigrandi síðan að stutt hlé var gert á mótaröðinni í sumar. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni fyrir þremur keppnum síðan. Vettel var á ráspól í dag, eins og svo oft áður, og styrkti stöðu sína með öflugum akstri strax í upphafi. Romain Grosjean, Lotus, varð annar í dag eftir keppni við Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. Lewis Hamilton, Mercedes, varð fjórði og Fernando Alonso á Ferrari fimmti. Alonso tryggði sér annað sætið í stigakeppni ökuþóra með árangrinum í dag. Eitt mót er eftir á keppnistímabilinu en það verður haldið í Brasilíu um næstu helgi. Með sigri þar mun Vettel jafna árangur Ascari sem vann tíu mót í röð yfir tvö tímabil, frá 1952 til 1953.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira