Innlent

Erfiðar aðstæður hjá Vegagerðinni suður með sjó í nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta fór allt saman vel hér á höfuðborgarsvæðinu og vel gekk að ryðja götur borgarinnar,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Hafnafirði, en mikil úrkoma var í nótt og þurftu starfsmenn Vegagerðarinnar að hafa hraðar hendur.

Akstur á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega fyrir sér í morgun en töluverð hálka er enn á götum borgarinnar og þarf almenningur að fara varlega.

„Töluverð vandræði voru aftur á móti á Reykjanesbrautinni og þurftum við að senda bíla suður með sjó til aðstoðar.“

„Þar voru gríðarlegar erfiðar aðstæður og tók fyrst að lægja nú undir morgun. Umferð gekk samt sem áður vel á Reykjanesbrautinni í nótt og stóð starfsfólk sig vel. Við byrjum alltaf fyrst á því að ryðja allar götur og síðan í framhaldinu af því er saltað, sú vinna stendur enn yfir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×