Ólafur Ingi Skúlason sat allan tímann á bekk Zulte Waregem í kvöld er liðið vann flottan útisigur, 0-1, gegn Maribor.
Það var Thorgen Hazard, bróðir Eden, sem skoraði eina mark leiksins. Sterkur sigur hjá Zulte sem komst af botninum með sigrinum og í þriðja sæti riðilsins. Liðið er einu stigi á eftir Wigan sem er í öðru sæti.
Valencia er komið áfram í næstu umferð keppninnar rétt eins og Ludogorets, Salzburg, Esbjerg, Rubin Kazan, Fiorentina og Dnipro.
Úrslit:
St. Gallen-Valencia 2-3
0-1 Pablo Piatti (29.), 1-1 Stephane Besle (38.), 2-1 Goran Karanovic (64.), 2-2 Pabli Piatti (75.), 2-3 Sergio Canales (84.).
NK Maribor-Zulte Waregem 0-1
0-1 Thorgen Hazard, víti (29.).
Ludogorets Razgrad-Chernomorets Odessa 1-1
PSV Eindhoven-Dinamo Zagreb 2-0
1-0 Adam Maher (29.), 2-0 Ola Toivonen (56.).
Esbjerg-Elfsborg 1-0
Standard Liege-Salzburg 1-3
Dnipro Dnipropetrovsk-Pacos Ferreira 2-0
Pandruii Targu Jiu-Fiorentina 1-2
Apoel Nicosia-Bordeaux 2-1
Maccabi Tel Aviv-Eintracht Frankfurt 4-2
