Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. nóvember 2013 17:57 Þorsteinn mætti í dag á svokallað hraðstefnumót í Háskóla Íslands þar sem hann ræddi við nýja frumkvöðla. QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. Viðtökur Bandaríkjamanna virðast vera alveg ótrúlegar. Á App Store er leikurinn með fullt hús stiga og margar góðar umsagnir. „Bravo Plain Vanilla!“, „Sooo good“, This is the best quiz app ever. It has endless categories and very easy an good!“ sem þýðir á íslensku: Þetta er besta spurningaappið sem til er með endlaust af flokkum og er eintfalt í notkun.Leikurinn kom út á App Store í fyrradag. QuizUp er spurningaleikur fyrir snjallsíma og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Í leiknum eru 150 þúsund spurningar í hátt í 300 flokkum. Hann er enn sem komið er aðeins fáanlegur fyrir iPhone og iPad en er væntanlegur á Android tæki fljótlega. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem þróaði leikinn segir að leikurinn hafi farið á flug án þess að þeir hafi enn sem komið er þurft að auglýsa leikinn nokkuð að ráði. Hann segir að slíkt sé afar sjaldgæft en app markaðurinn Í Bandaríkjunum sé af mörgum talinn harðasti samkeppnismarkaður í heimi þar sem um eitt þúsund ný forrit koma inn daglega. „Það er ótrúlegt að app sem byggigr ekki á neinum þekktum vörumerkjum skuli ná svona langt á jafn stuttum tíma.“ Þegar fréttastofa náði tali af Þorsteini var hann að koma af því sem hann segir að kalla megi hraðstefnumót fyrir frumkvöðla. Stefnumótið var haldið í Háskóla Íslands fyrir tilstilli Landsbankans. Þar gátu nýir frumkvöðlar fengið ráð hjá þeim sem eldri eru og reyndari. Leikjavísir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. Viðtökur Bandaríkjamanna virðast vera alveg ótrúlegar. Á App Store er leikurinn með fullt hús stiga og margar góðar umsagnir. „Bravo Plain Vanilla!“, „Sooo good“, This is the best quiz app ever. It has endless categories and very easy an good!“ sem þýðir á íslensku: Þetta er besta spurningaappið sem til er með endlaust af flokkum og er eintfalt í notkun.Leikurinn kom út á App Store í fyrradag. QuizUp er spurningaleikur fyrir snjallsíma og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Í leiknum eru 150 þúsund spurningar í hátt í 300 flokkum. Hann er enn sem komið er aðeins fáanlegur fyrir iPhone og iPad en er væntanlegur á Android tæki fljótlega. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem þróaði leikinn segir að leikurinn hafi farið á flug án þess að þeir hafi enn sem komið er þurft að auglýsa leikinn nokkuð að ráði. Hann segir að slíkt sé afar sjaldgæft en app markaðurinn Í Bandaríkjunum sé af mörgum talinn harðasti samkeppnismarkaður í heimi þar sem um eitt þúsund ný forrit koma inn daglega. „Það er ótrúlegt að app sem byggigr ekki á neinum þekktum vörumerkjum skuli ná svona langt á jafn stuttum tíma.“ Þegar fréttastofa náði tali af Þorsteini var hann að koma af því sem hann segir að kalla megi hraðstefnumót fyrir frumkvöðla. Stefnumótið var haldið í Háskóla Íslands fyrir tilstilli Landsbankans. Þar gátu nýir frumkvöðlar fengið ráð hjá þeim sem eldri eru og reyndari.
Leikjavísir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira