Dökkur IKEA lager er milli þess að vera rúbínrauður og ljósbrúnn með ljósa froðu. Ilmurinn ber með sér maltsætu, smá lakkrís og sýru. Bragðið er létt, vottur af sætu og lítil beiskja.
Bjórnum er greinilega ekki ætlað að brjóta sér nýja leiðir um bragðlaukana og á það sameiginlegt með öðrum IKEA vörum að vera ætlaður öllum. Allavegana öllum þeim sem hafa aldur til. Hinsvegar er ekki sjálfgefið að dökkur bjór fáist yfir höfuð á íslenskum bar og því á barinn í Garðabæ hrós skilið fyrir úrvalið. Heilt yfir var þessi bjór óvæntur fundur sem kom skemmtilega á óvart miðað við stað og stund. Bjór sem gæti á þessum árstíma jafnvel minnt á jólin.
Fyrir hverja: Alla sem hafa aldur til
Ekki fyrir: Þá sem vilja láta ögra sér
Staður og stund: Þegar verslunarferðin er orðin óbærileg
Rangur staður: Á bjórveiðum[1]