„Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni?“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. október 2013 10:38 Kristinn Hrafnsson segir myndina fara frjálslega með staðreyndir af handritinu að dæma. The Fifth Estate, eða Wikileaks-myndin svokallaða, var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina og gekk miðasalan hörmulega að sögn erlendra fjölmiðla. Þeir segja opnunina þá verstu á árinu yfir kvikmyndir sem frumsýndar eru á 1500 tjöldum eða fleiri í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn 1,7 milljónir dala, en það jafngildir um 200 milljónum króna. Framleiðslukostnaður myndarinnar er sagður hafa verið hátt í 30 milljónir dala (um 3,6 milljarðar króna) og því er ljóst að myndin á langt í land með að koma út á sléttu. „Það kemur mér ekkert á óvart að myndin fái hrikalega útreið,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. „Miðað við það handrit sem ég las þá er hún hörmung. Bæði staðreyndalega röng og skaðvænleg gagnvart okkar málstað.“ Framleiðendur myndarinnar vildu ekki afhenda sýningareintak af henni til Wikileaks en af handritinu að dæma segir Kristinn myndina fara frjálslega með staðreyndir. „ Þarna er verið að enduróma áróðurslínuna frá bandarískum stjórnvöldum um meinta skaðsemi vegna okkar uppljóstrana og birtinga sem enginn fótur er fyrir og var ekki einu sinni hægt að halda fram í réttarhöldunum gegn Chelsea Manning.“Ætlar ekki á myndina í bíó Kristinn segist telja að ekki sé áhugaskorti almennings á Wikileaks um að kenna. „Wikileaks er ekki óáhugavert heldur þvert á móti. Myndin er illa gerð, sögulega röng ber því miður af sér ákveðin element af áróðri,“ segir Kristinn, sem ætlar ekki að sjá kvikmyndina þegar hún verður frumsýnd hér á landi. „Nei ég ætla nú ekki að borga neina fjármuni til að horfa á þessa mynd. Það var óþarfa tímasóun að lesa handritið en eflaust nauðsynlegt. En það er ekkert í henni sem vert er að sjá í bíó.“ Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september og hefur Kristinn það eftir kollega sínum að þrátt fyrir að hún sé búin að vera í sýningu í Evrópu undanfarið megi hvergi nálgast sjóræningjaútgáfu af henni á netinu. „Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni? Ég held að það sé einn mesti dómurinn yfir þessari blessuðu mynd.“ The Fifth Estate er frumsýnd hér á landi þann 8. nóvember en búast má við að nokkur áhugi sé fyrir myndinni þar sem hún var tekin upp hér á landi að hluta. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
The Fifth Estate, eða Wikileaks-myndin svokallaða, var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina og gekk miðasalan hörmulega að sögn erlendra fjölmiðla. Þeir segja opnunina þá verstu á árinu yfir kvikmyndir sem frumsýndar eru á 1500 tjöldum eða fleiri í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn 1,7 milljónir dala, en það jafngildir um 200 milljónum króna. Framleiðslukostnaður myndarinnar er sagður hafa verið hátt í 30 milljónir dala (um 3,6 milljarðar króna) og því er ljóst að myndin á langt í land með að koma út á sléttu. „Það kemur mér ekkert á óvart að myndin fái hrikalega útreið,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. „Miðað við það handrit sem ég las þá er hún hörmung. Bæði staðreyndalega röng og skaðvænleg gagnvart okkar málstað.“ Framleiðendur myndarinnar vildu ekki afhenda sýningareintak af henni til Wikileaks en af handritinu að dæma segir Kristinn myndina fara frjálslega með staðreyndir. „ Þarna er verið að enduróma áróðurslínuna frá bandarískum stjórnvöldum um meinta skaðsemi vegna okkar uppljóstrana og birtinga sem enginn fótur er fyrir og var ekki einu sinni hægt að halda fram í réttarhöldunum gegn Chelsea Manning.“Ætlar ekki á myndina í bíó Kristinn segist telja að ekki sé áhugaskorti almennings á Wikileaks um að kenna. „Wikileaks er ekki óáhugavert heldur þvert á móti. Myndin er illa gerð, sögulega röng ber því miður af sér ákveðin element af áróðri,“ segir Kristinn, sem ætlar ekki að sjá kvikmyndina þegar hún verður frumsýnd hér á landi. „Nei ég ætla nú ekki að borga neina fjármuni til að horfa á þessa mynd. Það var óþarfa tímasóun að lesa handritið en eflaust nauðsynlegt. En það er ekkert í henni sem vert er að sjá í bíó.“ Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september og hefur Kristinn það eftir kollega sínum að þrátt fyrir að hún sé búin að vera í sýningu í Evrópu undanfarið megi hvergi nálgast sjóræningjaútgáfu af henni á netinu. „Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni? Ég held að það sé einn mesti dómurinn yfir þessari blessuðu mynd.“ The Fifth Estate er frumsýnd hér á landi þann 8. nóvember en búast má við að nokkur áhugi sé fyrir myndinni þar sem hún var tekin upp hér á landi að hluta.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira