Benedikt Erlingsson valinn besti leikstjórinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. október 2013 11:28 Friðrik Þór og Benedikt Erlingsson. Vísir/Vilhelm Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í Oss, var valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokýó í dag. Friðrik Þór Friðiksson, leikstjóri og framleiðandi er staddur ásamt Benedikt í Tókýó, en hann er einn framleiðanda kvikmyndarinnar.„Það hefur gengið alveg rosalega vel. Það hefur verið uppselt á allar sýningar og Benni heillar áhorfendur með svörum sínum eftir sýningar,“ segir Friðrik. „Þessi keppni er mjög sterk. Til dæmis er mynd Lukas Moodysson, Vi är bäst, sem sýnd er í Bíó Paradís, í keppninni og fleiri sterkir kvikmyndaleikstjórar,“ bætir Friðrik við en Vi är bäst var valin besta myndin á hátíðinni. Ljóst að verðlaunin eru þýðingarmikil fyrir Benedikt. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tokýó er nú haldin í tuttugusta og sjötta sinn en hún er ein stærsta hátíð sinnar tegundar í Asíu. Meðal þeirra sem kynntu nýjar myndir sínar á hátíðinni í ár eru leikararnir Robert DeNiro og Tom Hanks og leikstjórarnir Sofia Coppola og Paul Greengrass. Fyrir tæpum mánuði var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Hér á Vísir Sjónvarp má sjá skemmtilega nærmynd sem Ísland í dag gerði af honum af því tilefni. Hér fyrir neðan má síðan sjá sýnishorn úr Hross í oss en þess má geta að myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í Oss, var valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokýó í dag. Friðrik Þór Friðiksson, leikstjóri og framleiðandi er staddur ásamt Benedikt í Tókýó, en hann er einn framleiðanda kvikmyndarinnar.„Það hefur gengið alveg rosalega vel. Það hefur verið uppselt á allar sýningar og Benni heillar áhorfendur með svörum sínum eftir sýningar,“ segir Friðrik. „Þessi keppni er mjög sterk. Til dæmis er mynd Lukas Moodysson, Vi är bäst, sem sýnd er í Bíó Paradís, í keppninni og fleiri sterkir kvikmyndaleikstjórar,“ bætir Friðrik við en Vi är bäst var valin besta myndin á hátíðinni. Ljóst að verðlaunin eru þýðingarmikil fyrir Benedikt. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tokýó er nú haldin í tuttugusta og sjötta sinn en hún er ein stærsta hátíð sinnar tegundar í Asíu. Meðal þeirra sem kynntu nýjar myndir sínar á hátíðinni í ár eru leikararnir Robert DeNiro og Tom Hanks og leikstjórarnir Sofia Coppola og Paul Greengrass. Fyrir tæpum mánuði var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Hér á Vísir Sjónvarp má sjá skemmtilega nærmynd sem Ísland í dag gerði af honum af því tilefni. Hér fyrir neðan má síðan sjá sýnishorn úr Hross í oss en þess má geta að myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira