Reisa fjárhús og rækta skóg fyrir kindur að bíta Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2013 09:10 Guðríður Baldvinsdóttir og Einar Ófeigur Björnsson í Lóni í Kelduhverfi ásamt Ásdísi, elsta barninu. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Á sveitabæ í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu reisir barnafjölskylda nú ný fjárhús. Þar er einnig verið að rækta skóg sem sérstaklega er ætlaður fyrir kindur. Þetta kemur fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, en þar verður rætt við hjónin Einar Ófeig Björnsson og Guðríði Baldvindóttur. Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Þau búa í Lóni ásamt þremur ungum börnum sínum, en þegar við sjáum iðnaðarmenn reisa þar ný 500 fermetra fjárhús er það fyrsta spurningin, í ljósi umræðu um stöðu sauðfjárbænda, hvort þau séu orðin galin: „Jú, það getur alveg verið,” svarar Einar. „Samt er þetta ekki önnur umræða en var fyrir áratugum. Það er búið að tala um það lengi að sauðfjárrækt á Íslandi sé á vonarvöl og við erum nú lifandi enn.” Einar segir flestum ljóst að efla þurfi matvælaframleiðslu í heiminum og vonast til að sauðfjárrækt á Íslandi verði hluti af því. Þau segjast ná fram hagræðingu og vinnusparnaði með nýjum fjárhúsum. Ný tækni með nýjum gjafagrindum leysi af gömlu garðana. „Þetta er geysilega góð vinnuaðstaða hérna og þægindi. Ekki lengur gömlu góðu garðarnir sem þurfti að bera allt heyið í,” segir Guðríður. Hún er skógfræðingur að mennt að það vekur athygli okkar að þau planta trjám fyrir kindurnar að bíta í framtíðinni. Hún er spurð hvort það séu ekki helgispjöll að beita skóginn. Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar hún því hvernig það geti farið saman að vera sauðfjárbóndi og skógfræðingur. Í þættinum segir Guðríður einnig frá sápugerð „beint frá býli”, fjallað verður um mannlífið í Kelduhverfi og Öxarfjarðarskóli heimsóttur. Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Á sveitabæ í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu reisir barnafjölskylda nú ný fjárhús. Þar er einnig verið að rækta skóg sem sérstaklega er ætlaður fyrir kindur. Þetta kemur fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, en þar verður rætt við hjónin Einar Ófeig Björnsson og Guðríði Baldvindóttur. Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Þau búa í Lóni ásamt þremur ungum börnum sínum, en þegar við sjáum iðnaðarmenn reisa þar ný 500 fermetra fjárhús er það fyrsta spurningin, í ljósi umræðu um stöðu sauðfjárbænda, hvort þau séu orðin galin: „Jú, það getur alveg verið,” svarar Einar. „Samt er þetta ekki önnur umræða en var fyrir áratugum. Það er búið að tala um það lengi að sauðfjárrækt á Íslandi sé á vonarvöl og við erum nú lifandi enn.” Einar segir flestum ljóst að efla þurfi matvælaframleiðslu í heiminum og vonast til að sauðfjárrækt á Íslandi verði hluti af því. Þau segjast ná fram hagræðingu og vinnusparnaði með nýjum fjárhúsum. Ný tækni með nýjum gjafagrindum leysi af gömlu garðana. „Þetta er geysilega góð vinnuaðstaða hérna og þægindi. Ekki lengur gömlu góðu garðarnir sem þurfti að bera allt heyið í,” segir Guðríður. Hún er skógfræðingur að mennt að það vekur athygli okkar að þau planta trjám fyrir kindurnar að bíta í framtíðinni. Hún er spurð hvort það séu ekki helgispjöll að beita skóginn. Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar hún því hvernig það geti farið saman að vera sauðfjárbóndi og skógfræðingur. Í þættinum segir Guðríður einnig frá sápugerð „beint frá býli”, fjallað verður um mannlífið í Kelduhverfi og Öxarfjarðarskóli heimsóttur.
Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira