Tenniskonan Serena Williams vann WTA meistaratitilinn í úrslitaeinvígi gegn Li Na, 2-6, 6-3 og 6-0 en leikurinn fór fram í Istanbul.
Li Na vann fyrsta settið 6-2 en Williams gafst ekki upp og náði næstu tveimur settum. Þetta ku vera 11. titill Serena Williams á árinu.
Leikmaðurinn er sem fyrr í efsta sæti heimslistans en Kínverjinn Li Na er í fjórða sætinu. Williams hefur unnið WTA titilinn fjórum sinnum.
Serena Williams er fjórða tenniskonan í sögunni til að að vinna ellefu eða fleiri titla á einu ár en sú síðasta sem afrekað slíkt var Martina Hingis árið 1997 er hún vann 12 titla.
Williams með 11. titilinn á árinu
Stefán Árni Pálsson skrifar
