Formúla 1

Webber ætlar ekki að hjálpa Vettel í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pappaspjöld með þeim Sebastian Vettel og Mark Webber.
Pappaspjöld með þeim Sebastian Vettel og Mark Webber. Mynd/NordicPhotos/Getty
Mark Webber er á ráspól á Japans-kappakstrinum í formúlu eitt sem fram fer næstu nótt en Ástralinn ætlar ekki að hjálpa liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Sebastian Vettel. Vettel getur þá tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn í röð.

Vettel er næstur á eftir Webber í ræsingunni en þeir félagar náðu bestum tíma í tímatökunum í nótt. Sebastian Vettel hefur 77 stiga forystu á Fernando Alonso í keppni ökumanna þegar fimm keppnir eru eftir af tímabilinu.

„Hann mun keyra sinn bíl á morgun og ég mun keyra minn bíl. Þetta hefur verið stórkostlegt ár hjá Sebastian og það er ekki eins og þetta sér síðasti kappaksturinn á tímabilinu," sagði Mark Webber aðspurður á blaðmannafundi eftir tímatökuna.

„Sebastian hefur gott forskot eftir frábæra vinna sína á þessu tímabili. Hann getur heldur ekki alltaf verið á ráspól. Nú verðum við bara að sjá hvernig þetta þróast á morgun en við erum að keyra fyrir okkur sjálfa í þessum kappakstri," sagði Mark Webber.

Mark Webber er í fimmta sæti í keppni ökumanna með 130 stig eða 142 stigum minna en liðsfélagi hans Sebastian Vettel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×