Fernando Alonso hjá Ferrari náði ekki að minnka forskot Sebastian Vettel í Japanskappakstrinum í nótt en náði hinsvegar að slá stigamet Michael Schumacher. Spánverjinn er nú sá formúlu eitt ökumaður sem hefur náð í flest stig frá upphafi.
Fernando Alonso er 90 stigum á eftir Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitilinn og það eru aðeins 100 stig eftir í pottinum. Alonso talaði um það eftir kappaksturinn í nótt að það væri bara tímaspursmál fyrir Vettel að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð og það er líklegt að það gerist í Indlandskappakstrinum sem er næstur.
Alonso fékk 12 stig fyrir að ná fjórða sætinu í nótt og er þar með kominn með 1.571 stig á ferli sínum í formúlu eitt. Hann bætti met Michael Schumacher um tvö stig en Vettel er síðan þriðji með 1.351 stig og á því talsvert í land með ná metinu af Alonso.
„Það er frábært að vera orðinn stigahæstur í formúlu eitt frá upphafi," sagði Fernando Alonso en viðurkenndi jafnframt að hann hafi hagnast mikið á breyttri stigagjöf. Frá árinu 2010 fengu menn tvöfalt fleiri stig en áður og að auki voru veitt stig niður í tíu stig.
Alonso bætti stigamet Schumacher
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn



„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti