Alonso bætti stigamet Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2013 10:48 Fernando Alonso. Mynd/NordicPhotos/Getty Fernando Alonso hjá Ferrari náði ekki að minnka forskot Sebastian Vettel í Japanskappakstrinum í nótt en náði hinsvegar að slá stigamet Michael Schumacher. Spánverjinn er nú sá formúlu eitt ökumaður sem hefur náð í flest stig frá upphafi. Fernando Alonso er 90 stigum á eftir Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitilinn og það eru aðeins 100 stig eftir í pottinum. Alonso talaði um það eftir kappaksturinn í nótt að það væri bara tímaspursmál fyrir Vettel að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð og það er líklegt að það gerist í Indlandskappakstrinum sem er næstur. Alonso fékk 12 stig fyrir að ná fjórða sætinu í nótt og er þar með kominn með 1.571 stig á ferli sínum í formúlu eitt. Hann bætti met Michael Schumacher um tvö stig en Vettel er síðan þriðji með 1.351 stig og á því talsvert í land með ná metinu af Alonso. „Það er frábært að vera orðinn stigahæstur í formúlu eitt frá upphafi," sagði Fernando Alonso en viðurkenndi jafnframt að hann hafi hagnast mikið á breyttri stigagjöf. Frá árinu 2010 fengu menn tvöfalt fleiri stig en áður og að auki voru veitt stig niður í tíu stig. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari náði ekki að minnka forskot Sebastian Vettel í Japanskappakstrinum í nótt en náði hinsvegar að slá stigamet Michael Schumacher. Spánverjinn er nú sá formúlu eitt ökumaður sem hefur náð í flest stig frá upphafi. Fernando Alonso er 90 stigum á eftir Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitilinn og það eru aðeins 100 stig eftir í pottinum. Alonso talaði um það eftir kappaksturinn í nótt að það væri bara tímaspursmál fyrir Vettel að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð og það er líklegt að það gerist í Indlandskappakstrinum sem er næstur. Alonso fékk 12 stig fyrir að ná fjórða sætinu í nótt og er þar með kominn með 1.571 stig á ferli sínum í formúlu eitt. Hann bætti met Michael Schumacher um tvö stig en Vettel er síðan þriðji með 1.351 stig og á því talsvert í land með ná metinu af Alonso. „Það er frábært að vera orðinn stigahæstur í formúlu eitt frá upphafi," sagði Fernando Alonso en viðurkenndi jafnframt að hann hafi hagnast mikið á breyttri stigagjöf. Frá árinu 2010 fengu menn tvöfalt fleiri stig en áður og að auki voru veitt stig niður í tíu stig.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira