Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2013 19:08 Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. Rannsóknarskip á vegum Orkustofnunar hefur í haust leitað ummerkja á Skjálfandaflóa um hvort þarna sé um olíugas að ræða, en myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld af rannsóknarborunum. Í umræðum um Drekasvæðið er stundum spurt: Hversvegna ekki að leita nær Íslandi? Sú leit er raunar þegar hafin. Skip frá fyrirtækinu Djúptækni, Kafari AK, hefur nú haust farið í tvo leiðangra á vegum Orkustofnunar til að afla borkjarna af hafsbotni á tuttugu stöðum í flóanum.Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Verkefnið fór af stað í framhaldi af þingsályktun Alþingis fyrir tveimur árum sem mælti fyrir um að fjármunir skyldu tryggðir til leitar að olíu og gasi undan Norðausturlandi. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, stýrir rannsókninni. Þegar hann var spurður um hvort líkur væru á að finna þarna nýtanlegar kolvetnisauðlindir svaraði hann að þeir teldu mögulegt að finna þarna gas. Annars væru þeir ekki að þessum borunum. Forystumenn í Þingeyjarsýslum hafa lengi þrýst á slíkar rannsóknir, sérstaklega eftir að olíugas fannst í Öxarfirði fyrir aldarfjórðungi. Jón Grímsson, vélstjóri á Kópaskeri og bæjarfulltrúi í Norðurþingi, segir að þegar verið var að bora á söndunum í Öxarfirði eftir heitu vatni árið 1988 hafi komið í ljós það sem jarðfræðingar kalla olíugas. Slíkt gas komi hvergi upp nema þar sem olía sé undir.Þórarinn Sveinn býr borkjarnasýnin til sendingar til Noregs.Við rannsóknir vísindamanna hafa uppgötvast áhugaverð fyrirbæri á botninum. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að við kortlagningu á Skjálfandaflóa hafi komið í ljós grópir á botninum sem gas virtist streyma upp um. Sigríður Magnúsdóttir jarðfræðingur er búin að kortleggja um 900 holur á Skjálfanda og í Öxarfirði sem bera einkenni þekktra olíusvæða. Hún segir svona fyrirbæri þekkt í Norðursjó, við Noreg og Bretland. Þórarinn Sveinn Arnarson segir að næsta skref sé að senda borkjarnasýnin til greiningar í Noregi. Nánari rannsóknir þurfi til að hægt sé að kynna þetta fyrir olíufélögum og segir hann þetta mjög spennandi. Ítarlega verður fjallað um verkefnið í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, á mánudagskvöld. Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. Rannsóknarskip á vegum Orkustofnunar hefur í haust leitað ummerkja á Skjálfandaflóa um hvort þarna sé um olíugas að ræða, en myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld af rannsóknarborunum. Í umræðum um Drekasvæðið er stundum spurt: Hversvegna ekki að leita nær Íslandi? Sú leit er raunar þegar hafin. Skip frá fyrirtækinu Djúptækni, Kafari AK, hefur nú haust farið í tvo leiðangra á vegum Orkustofnunar til að afla borkjarna af hafsbotni á tuttugu stöðum í flóanum.Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Verkefnið fór af stað í framhaldi af þingsályktun Alþingis fyrir tveimur árum sem mælti fyrir um að fjármunir skyldu tryggðir til leitar að olíu og gasi undan Norðausturlandi. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, stýrir rannsókninni. Þegar hann var spurður um hvort líkur væru á að finna þarna nýtanlegar kolvetnisauðlindir svaraði hann að þeir teldu mögulegt að finna þarna gas. Annars væru þeir ekki að þessum borunum. Forystumenn í Þingeyjarsýslum hafa lengi þrýst á slíkar rannsóknir, sérstaklega eftir að olíugas fannst í Öxarfirði fyrir aldarfjórðungi. Jón Grímsson, vélstjóri á Kópaskeri og bæjarfulltrúi í Norðurþingi, segir að þegar verið var að bora á söndunum í Öxarfirði eftir heitu vatni árið 1988 hafi komið í ljós það sem jarðfræðingar kalla olíugas. Slíkt gas komi hvergi upp nema þar sem olía sé undir.Þórarinn Sveinn býr borkjarnasýnin til sendingar til Noregs.Við rannsóknir vísindamanna hafa uppgötvast áhugaverð fyrirbæri á botninum. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að við kortlagningu á Skjálfandaflóa hafi komið í ljós grópir á botninum sem gas virtist streyma upp um. Sigríður Magnúsdóttir jarðfræðingur er búin að kortleggja um 900 holur á Skjálfanda og í Öxarfirði sem bera einkenni þekktra olíusvæða. Hún segir svona fyrirbæri þekkt í Norðursjó, við Noreg og Bretland. Þórarinn Sveinn Arnarson segir að næsta skref sé að senda borkjarnasýnin til greiningar í Noregi. Nánari rannsóknir þurfi til að hægt sé að kynna þetta fyrir olíufélögum og segir hann þetta mjög spennandi. Ítarlega verður fjallað um verkefnið í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, á mánudagskvöld.
Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira