Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni og Björn Daníel Sverrisson úr FH voru í kvöld valin best í Pepsi-deildum karla og kvenna á nýloknu tímabili en lokahóf KSÍ fór fram í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á lokahófinu og tók þessar myndir hér fyrir ofan.
Efnilegustu leikmenn deildanna voru valin þau Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík.
Harpa átti magnað tímabil með Stjörnunni og var langmarkahæsti leikmaður liðsins sem vann alla leiki sína.
Björn Daníel Sverrisson fór á kostum á miðju FH-inga og var einn af markahæstu leikmönnum tímabilsins auk þess að leggja upp fjölda marka.
Ívar Orri Kristjánsson var valin besti dómari í Pepsi-deild kvenna og Gunnar Jarl Jónsson þótti bestur í Pepsi-deild karla. Það eru leikmenn sjálfir sem velja velja verðlaunahafa hjá öllum ofangreindum.
Þjálfarar ársins voru svo valdir þeir Þorlákur Árnason hjá Stjörnunni og Rúnar Kristinsson hjá KR.
Önnur verðlaun sem afhent voru:
Stuðningsmenn ársins í Pepsi-deild kvenna - Stjarnan
Stuðningsmenn ársins í Pepsi-deild karla - Víkingur Ólafsvík
Prúðmennskuverðlaun Borgunar og KSÍ til kvennaliðs – Stjarnan
Prúðmennskuverðlaun Borgunar og KSÍ til karlaliðs - KR
Prúðmennskuverðlaun Borgunar og KSÍ til leikmanns kvenna – Dóra María Lárusdóttir Val
Prúðmennskuverðlaun Borgunar og KSÍ til leikmanns karla – Gunnleifur Gunnleifsson Breiðabliki
Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni
Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla – Atli Viðar Björnsson FH
Harpa og Björn Daníel valin best - Arnór og Guðmunda efnilegust
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
