Þó svo Andrea Pirlo hafi farið á kostum með Juventus síðustu tvö ár þá er framtíð hans hjá ítölsku meisturunum ekki örugg.
Pirlo er algjör lykilmaður í liði Juve en þjálfari liðsins, Antonio Conte, ætlar engu að síður að nota næstu þrjá mánuði til þess að meta hvort hann eigi skilið að fá nýjan samning.
Það gæti þýtt að Pirlo fari hreinlega frá félaginu í janúar ef hann stendur sig ekki í stykkinu fram að jólum.
Pirlo er orðinn 34 ára gamall en þrátt fyrir þann aldur hefur hann verið að spila frábærlega. Hann á ansi stóran þátt í síðustu tveim titlum Juve.
Vitað er að lið eins og Man. Utd myndi skoða þann möguleika að fá Pirlo til sín.
Pirlo gæti farið frá Juve í janúar

Mest lesið


Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn





Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

Salah bestur og Gravenberch besti ungi
Enski boltinn

Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli
Fótbolti