Jackass-stjarna safnar fyrir hjólabrettagarði í Reykjavík Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. september 2013 19:04 Ólátabelgurinn og Jackass-stjarnan Bam Margera gengur í það heilaga í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland og íslenska hjólabrettamenningu og mun standa fyrir fjáröflun svo að skeitarar Reykjavíkur geti átt sér samastað. Flestir þekkja Margera úr Jackass-kvikmyndunum en hann er einnig víðfrægur hjólabrettakappi. Uppátæki Margera hér á landi hafa einnig vakið athygli. Hann var handtekinn við komuna til landsins í júlí enda skuldaði hann bílaleigu eftir að hann stórskemmdi Land Cruiser á síðasta ári. Margera er Íslandsvinur mikill og er sérstaklega umhugað um hjólabrettamenningu landsins. Hann hefur því ákveðið að blása til tónleika í Listasafni Reykjavíkur fimmta október og mun ágóðinn renna í byggingu nýs hjólabrettagarðs í Reykjavík. Hann verður reistur í minningu Ryan Dunn, æskuvinar Margera og kollega sem lést í bílslysi árið 2011. „Það verða fjórar hljómsveitir sem spila. Þetta verður fjáröflunarviðburður til að safna peningum fyrir hjólabrettagarði því það er verið plægja eina garðinn hérna. Ég kom hingað fyrst þegar ég var 18 ára með Ryan Dunn og mér fannst að fyrst hann var hrifinn af þessum stað ætti hann skilið að fá hjólabrettagarð hérna til minningar um sig,“ segir Margera. Margera fundaði með forsprökkum Hjólabrettafélags Reykjavíkur við Hjartagarðinn í dag. Þar var aðstaða fyrir hjólabrettafólk um nokkurt skeið en líkt og aðalskipulag gerir ráð fyrir þurfa skeitararnir nú að víkja fyrir 140 herbergja hóteli. „Það er mjög leiðinlegt að það sé verið að rífa þetta niður. Núna vantar okkur almennilegt hjólabrettasvæði svo að við getum stundað okkar íþrótt af jafn miklu afli og fótboltafólk og sundmenn,“ segir Ársæll Þór „Introbeats“ Ingvason, hja Hjólabrettafélagi Reykjavíkur. Margera hefur hug á að setjast að á Íslandi, fasteignabransinn er þó flókinn og þvælist jafnvel fyrir rokkstjörnunum. „Ég er bara að kanna þetta því heima hef ég hjólabrettaheimreið, stóra hjólabrettahlöðu og stóran ramp fyrir utan, svo þeir sem hafa efni á húsinu mínu kæra sig ekki um neitt að þessu. Þetta er Neverland-búgarður án barnanna.“ Íslandsvinir Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Ólátabelgurinn og Jackass-stjarnan Bam Margera gengur í það heilaga í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland og íslenska hjólabrettamenningu og mun standa fyrir fjáröflun svo að skeitarar Reykjavíkur geti átt sér samastað. Flestir þekkja Margera úr Jackass-kvikmyndunum en hann er einnig víðfrægur hjólabrettakappi. Uppátæki Margera hér á landi hafa einnig vakið athygli. Hann var handtekinn við komuna til landsins í júlí enda skuldaði hann bílaleigu eftir að hann stórskemmdi Land Cruiser á síðasta ári. Margera er Íslandsvinur mikill og er sérstaklega umhugað um hjólabrettamenningu landsins. Hann hefur því ákveðið að blása til tónleika í Listasafni Reykjavíkur fimmta október og mun ágóðinn renna í byggingu nýs hjólabrettagarðs í Reykjavík. Hann verður reistur í minningu Ryan Dunn, æskuvinar Margera og kollega sem lést í bílslysi árið 2011. „Það verða fjórar hljómsveitir sem spila. Þetta verður fjáröflunarviðburður til að safna peningum fyrir hjólabrettagarði því það er verið plægja eina garðinn hérna. Ég kom hingað fyrst þegar ég var 18 ára með Ryan Dunn og mér fannst að fyrst hann var hrifinn af þessum stað ætti hann skilið að fá hjólabrettagarð hérna til minningar um sig,“ segir Margera. Margera fundaði með forsprökkum Hjólabrettafélags Reykjavíkur við Hjartagarðinn í dag. Þar var aðstaða fyrir hjólabrettafólk um nokkurt skeið en líkt og aðalskipulag gerir ráð fyrir þurfa skeitararnir nú að víkja fyrir 140 herbergja hóteli. „Það er mjög leiðinlegt að það sé verið að rífa þetta niður. Núna vantar okkur almennilegt hjólabrettasvæði svo að við getum stundað okkar íþrótt af jafn miklu afli og fótboltafólk og sundmenn,“ segir Ársæll Þór „Introbeats“ Ingvason, hja Hjólabrettafélagi Reykjavíkur. Margera hefur hug á að setjast að á Íslandi, fasteignabransinn er þó flókinn og þvælist jafnvel fyrir rokkstjörnunum. „Ég er bara að kanna þetta því heima hef ég hjólabrettaheimreið, stóra hjólabrettahlöðu og stóran ramp fyrir utan, svo þeir sem hafa efni á húsinu mínu kæra sig ekki um neitt að þessu. Þetta er Neverland-búgarður án barnanna.“
Íslandsvinir Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira