Bojana Besic hefur verið ráðinn yfirþjálfari kvennaflokka KR í knattspyrnu að því er Norðursport greinir frá.
Bojana hefur verið þjálfari 2. flokks kvenna hjá Þór/KA síðastliðin tvö sumur en hún spilaði með liði félagsins í fjölmörg ár. Bojana hefur verið afar virkur þjálfari norðan heiða og þjálfað bæði í yngri flokkum stráka og stelpna.
Kvennaknattspyrna hefur átt undir högg að sækja hjá KR undanfarin ár. Meistaraflokkslið félagsins leikur í næstefstu deild auk þess sem iðkendur í elstu flokkunum eru fáir. Ráðning Bojönu er liður í að styrkja starfið í Vesturbænum.
Bojana ráðin yfirþjálfari hjá KR
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
