Íslandsmeistarar Stjörnunnar munu veita bikarnum viðtöku að loknum leik liðsins gegn Breiðabliki á sunnudaginn.
Upphaflega átti lokaumferðin að fara fram á mánudaginn en mótanefnd KSÍ ákvað að flýta umferðinni um einn dag. Allir leikirnir hefjast klukkan 13.
Bein útsending verður frá grannaslag Stjörnunnar og Blika á Samsung-vellinum í Garðabæ. Leikurinn verður bæði sýndur á Stöð 2 Sport og á Vísi.
Næstsíðasta umferðin fer fram annað kvöld. Allir leikirnir hefjast klukkan 17.30. Viðureign Breiðabliks og Þórs/KA verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 og Vísi.
Staðan í Pepsi-deild kvenna.
Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna færð til sunnudags
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti