„Ekki koma út úr skápnum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2013 15:00 Oliver Kahn. Nordicphotos/Getty Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, telur ekki ráðlegt fyrir samkynhneigða atvinnumenn í knattspyrnu að opinbera kynhneigð sína.Þjóðverjinn 44 ára segir í viðtali við miðilinn Gala að samkynhneigð hafi ekki fengið grænt ljós í þýsku deildinni. „Það hljómar kannski sorglega en ég myndi ráðleggja þeim frá því að koma út úr skápnum,“ segir Kahn. Hann segir að þó samkynhneigð sé ekki lengur stórmál í samfélaginu væri barnalegt að halda að hið sama gildi í atvinnumannaíþróttum. Leikmenn sem kæmu úr úr skápnum þyrftu að glíma við stuðningsmenn andstæðinganna sérhvern laugardag. „Andrúmsloftið er oft eldfimt. Það eru erjur sem geta fengið fólk til þess að gera slæma hluti. Svo þarf auðvitað að hugsa hvernig tíðindin færu ofan í styrktaraðila? Hvaða þýðingu hefur skrefið fyrir feril þinn? Staðan er flóknari en hún virðist í fyrstu.“ Innlegg Kahn kemur í kjölfarið á töluverðri umræðu í Þýskalandi um ástæður þess að enginn atvinnuknattspyrnumaður í landinu hafi opinberað samkynhneigð sína. Í júlí ráðlagði Knattspyrnusamband Þýskalands leikmönnum að stíga skrefið stóra en ekki fara hátt með ákvörðun sína. Var lagt til að bíða með það þar til í lok keppnistímabilsins. Angele Merkel, kanslari Þýskalands, lagði einnig í púkkið í september 2012 þegar hún sagði samkynhneigðum knattspyrnumönnum að þeir hefðu ekkert að óttast. Mario Gomez, framherji Fiorentina og þýska landsliðsins, hefur sagt að leikmenn hafi ekkert að óttast. Fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Bayern München, Philipp Lahm, hefur hins vegar ráðlagt þeim að gera það ekki enda gætu þeir orðið fyrir barðinu á eldheitum stuðningsmönnum andstæðinganna. Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira
Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, telur ekki ráðlegt fyrir samkynhneigða atvinnumenn í knattspyrnu að opinbera kynhneigð sína.Þjóðverjinn 44 ára segir í viðtali við miðilinn Gala að samkynhneigð hafi ekki fengið grænt ljós í þýsku deildinni. „Það hljómar kannski sorglega en ég myndi ráðleggja þeim frá því að koma út úr skápnum,“ segir Kahn. Hann segir að þó samkynhneigð sé ekki lengur stórmál í samfélaginu væri barnalegt að halda að hið sama gildi í atvinnumannaíþróttum. Leikmenn sem kæmu úr úr skápnum þyrftu að glíma við stuðningsmenn andstæðinganna sérhvern laugardag. „Andrúmsloftið er oft eldfimt. Það eru erjur sem geta fengið fólk til þess að gera slæma hluti. Svo þarf auðvitað að hugsa hvernig tíðindin færu ofan í styrktaraðila? Hvaða þýðingu hefur skrefið fyrir feril þinn? Staðan er flóknari en hún virðist í fyrstu.“ Innlegg Kahn kemur í kjölfarið á töluverðri umræðu í Þýskalandi um ástæður þess að enginn atvinnuknattspyrnumaður í landinu hafi opinberað samkynhneigð sína. Í júlí ráðlagði Knattspyrnusamband Þýskalands leikmönnum að stíga skrefið stóra en ekki fara hátt með ákvörðun sína. Var lagt til að bíða með það þar til í lok keppnistímabilsins. Angele Merkel, kanslari Þýskalands, lagði einnig í púkkið í september 2012 þegar hún sagði samkynhneigðum knattspyrnumönnum að þeir hefðu ekkert að óttast. Mario Gomez, framherji Fiorentina og þýska landsliðsins, hefur sagt að leikmenn hafi ekkert að óttast. Fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Bayern München, Philipp Lahm, hefur hins vegar ráðlagt þeim að gera það ekki enda gætu þeir orðið fyrir barðinu á eldheitum stuðningsmönnum andstæðinganna.
Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira