Djúpið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. september 2013 10:19 Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í Djúpinu. Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Alls eru tilnefningarnar fimm og koma myndirnar frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Sérstök dómnefnd valdi framlag Íslands úr flokki íslenskra kvikmynda sem voru frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis frá 1. september 2012 til 31. ágúst 2013. Handritið skrifaði Baltasar ásamt Jóni Atla Jónassyni og framleiðendur eru auk Baltasars, Agnes Johansen og Egil Ødegård. Sigurvegari Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs, sem hlýtur að launum 350 þúsund danskar krónur, eða um 7.5 milljónir íslenskra króna, er sögð í tilkynningu eiga að vera framúrskarandi hvað varðar listrænan frumleika og flétta saman á fágaðan máta undirstöðuatriði kvikmyndalistarinnar svo úr verði sannfærandi heild. Að mati dómnefnda hafa þær fimm myndir sem tilnefndar eru að þessu sinni til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs einmitt þessa kosti til að bera, en myndirnar fimm eru: JAGTEN (THE HUNT) - Danmörk Kvikmynd eftir Thomas Vinterberg (leikstjóri), Tobias Lindholm og Thomas Vinterberg (handritshöfundur) and Sisse Graum Jørgensen og Morten Kaufmann (framleiðendur). KERRON SINULLE KAIKEN (OPEN TO ME) - Finnland Kvikmynd eftir Simo Halinen (leikstjóri), Simo Halinen (handritshöfundur) og Liisa Penttilä (framleiðandi). DJÚPIÐ (THE DEEP) - Ísland Kvikmynd eftir Baltasar Kormák (leikstjóri), Jón Atla Jónasson, Baltasar Kormák (handritshöfundar) og Agnesi Johansen og Baltasar Kormák (framleiðendur). SOM DU SER MEG (I BELONG) - Noregur Kvikmynd eftir Dag Johan Haugerud (leikstjóri), Dag Johan Haugerud (handritshöfundur) and Yngve Sæther (framleiðandi). ÄTA SOVA DÖ (EAT SLEEP DIE) - Svíþjóð Kvikmynd eftir Gabriela Pichler (leikstjóri), Gabriela Pichler (handritshöfundur) and China Åhlander (framleiðandi). Tilkynnt verður um sigurvegarana í ár þann 30. október. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Alls eru tilnefningarnar fimm og koma myndirnar frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Sérstök dómnefnd valdi framlag Íslands úr flokki íslenskra kvikmynda sem voru frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis frá 1. september 2012 til 31. ágúst 2013. Handritið skrifaði Baltasar ásamt Jóni Atla Jónassyni og framleiðendur eru auk Baltasars, Agnes Johansen og Egil Ødegård. Sigurvegari Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs, sem hlýtur að launum 350 þúsund danskar krónur, eða um 7.5 milljónir íslenskra króna, er sögð í tilkynningu eiga að vera framúrskarandi hvað varðar listrænan frumleika og flétta saman á fágaðan máta undirstöðuatriði kvikmyndalistarinnar svo úr verði sannfærandi heild. Að mati dómnefnda hafa þær fimm myndir sem tilnefndar eru að þessu sinni til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs einmitt þessa kosti til að bera, en myndirnar fimm eru: JAGTEN (THE HUNT) - Danmörk Kvikmynd eftir Thomas Vinterberg (leikstjóri), Tobias Lindholm og Thomas Vinterberg (handritshöfundur) and Sisse Graum Jørgensen og Morten Kaufmann (framleiðendur). KERRON SINULLE KAIKEN (OPEN TO ME) - Finnland Kvikmynd eftir Simo Halinen (leikstjóri), Simo Halinen (handritshöfundur) og Liisa Penttilä (framleiðandi). DJÚPIÐ (THE DEEP) - Ísland Kvikmynd eftir Baltasar Kormák (leikstjóri), Jón Atla Jónasson, Baltasar Kormák (handritshöfundar) og Agnesi Johansen og Baltasar Kormák (framleiðendur). SOM DU SER MEG (I BELONG) - Noregur Kvikmynd eftir Dag Johan Haugerud (leikstjóri), Dag Johan Haugerud (handritshöfundur) and Yngve Sæther (framleiðandi). ÄTA SOVA DÖ (EAT SLEEP DIE) - Svíþjóð Kvikmynd eftir Gabriela Pichler (leikstjóri), Gabriela Pichler (handritshöfundur) and China Åhlander (framleiðandi). Tilkynnt verður um sigurvegarana í ár þann 30. október.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira