Man eftir sigrinum á Nadal þegar hann var þrettán ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 17:00 Mynd/Samsett Frakkinn Richard Gasquet mætir Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun. Gasquet hefur aðeins einu sinni lagt Nadal að velli. Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitum með 6-3, 6-3, 2-4, 2-6 og 6-3 sigri á David Ferrer í leik sem stóð yfir í á fjórðu klukkustund. Að leik loknum var ljóst að mótherji Gasquet í undanúrslitum yrði Rafael Nadal eða Tommy Robredo. Gasquet var viss um að Nadal yrði mótherji sinn. „Ég hef séð myndbandið á Youtube,“ sagði Gasquet á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurðu blaðamenn Frakkann út í viðureign hans við Nadal frá því kapparnir voru nýskriðnir á táningsaldurinn. Brot úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. „Þetta var leikur í Tarbes, einu stærsta unglingamóti 14 ára og yngri. Það er gaman að vinna sem unglingur en enn betra sem atvinnumaður,“ sagði Frakkinn. Nadal verður mótherji hans í undanúrslitum eftir að hafa slátrað Robredo í átta manna úrslitum. Sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og lagði Roger Federer í sextán manna úrslitum mótsins. „Ég þekkti Nadal ekki þegar ég var þrettán ára og spilaði við hann,“ sagði Gasquet um myndbandið. Hann minnist þess að Spánverjinn hafi verið afar baráttuglaður og það hafi hann tjáð föður sínum eftir sigur í einu settanna. „Það reyndist satt. Hann varð að einum fremsta leikmanni í heimi.“ Gasquet hefur ekki komist í undanúrslit á risamóti síðan á Wimbledon árið 2007. Þá féll hann úr keppni gegn Roger Federer. Hætt er við því að Gasquet verði þreyttur í viðureign sinni gegn Nadal. Tveir síðustu sigrar hans hafa unnist eftir langa fimm setta leiki. Tennis Tengdar fréttir Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45 Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30 Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00 Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Sjá meira
Frakkinn Richard Gasquet mætir Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun. Gasquet hefur aðeins einu sinni lagt Nadal að velli. Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitum með 6-3, 6-3, 2-4, 2-6 og 6-3 sigri á David Ferrer í leik sem stóð yfir í á fjórðu klukkustund. Að leik loknum var ljóst að mótherji Gasquet í undanúrslitum yrði Rafael Nadal eða Tommy Robredo. Gasquet var viss um að Nadal yrði mótherji sinn. „Ég hef séð myndbandið á Youtube,“ sagði Gasquet á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurðu blaðamenn Frakkann út í viðureign hans við Nadal frá því kapparnir voru nýskriðnir á táningsaldurinn. Brot úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. „Þetta var leikur í Tarbes, einu stærsta unglingamóti 14 ára og yngri. Það er gaman að vinna sem unglingur en enn betra sem atvinnumaður,“ sagði Frakkinn. Nadal verður mótherji hans í undanúrslitum eftir að hafa slátrað Robredo í átta manna úrslitum. Sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og lagði Roger Federer í sextán manna úrslitum mótsins. „Ég þekkti Nadal ekki þegar ég var þrettán ára og spilaði við hann,“ sagði Gasquet um myndbandið. Hann minnist þess að Spánverjinn hafi verið afar baráttuglaður og það hafi hann tjáð föður sínum eftir sigur í einu settanna. „Það reyndist satt. Hann varð að einum fremsta leikmanni í heimi.“ Gasquet hefur ekki komist í undanúrslit á risamóti síðan á Wimbledon árið 2007. Þá féll hann úr keppni gegn Roger Federer. Hætt er við því að Gasquet verði þreyttur í viðureign sinni gegn Nadal. Tveir síðustu sigrar hans hafa unnist eftir langa fimm setta leiki.
Tennis Tengdar fréttir Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45 Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30 Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00 Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Sjá meira
Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45
Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30
Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00
Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45