Freyr tekur við kvennalandsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2013 13:18 Freyr Alexandersson. Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi karlalandsins í dag. Freyr er þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í karlaboltanum en var áður þjálfari hjá kvennaliði Vals. Freyr mun áfram stýra Leikni samhliða því að þjálfa kvennalandsliðiðið. Samningur Freys nær til tveggja ára eða fram yfir lokakeppni HM í Kanada árið 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppninni í lok september. Heimir Hallgrímsson verður aðstoðarmaður hans í þeim leik. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Þorlákur Árnason hefði verið fyrsti kostur í starfið. Þorlákur gaf KSÍ hins vegar afsvar. Freyr var næsti kostur og tekur nú að sér hið metnaðarfulla verkefni að koma stelpunum okkar í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti. Freyr sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að það yrði ekki vandamál að stýra tveimur liðum á sama tíma. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, lýsir ánægju sinni með ráðningunni á Frey á Twitter. Elísabet var ein þeirra sem sterklega var orðuð við stöðuna.Freyr, sem er 31 árs gamall (fæddur 1982), hóf þjálfaramenntun sína tiltölulega ungur og lauk fyrsta stigi hjá KSÍ árið 2005. Hann lauk KSÍ-A gráðu í þjálfaramenntun árið 2009, og er það hæsta gráða sem veitt er á Íslandi. Breiðholtið í Reykjavík eru æskustöðvar Freys, sem lék með Leikni upp alla yngri flokka og á hann jafnframt að baki alls 81 leik í Íslandsmóti og bikarkeppni með meistaraflokki liðsins. Þjálfaraferillinn hófst einmitt hjá Leikni, þar sem hann þjálfaði yngri flokka, áður en hann tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val árið 2008 ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur og var svo einn með liðið árin 2010 og 2011. Á þessum tíma vann Valur fimm stóra titla, Íslandsmeistaratitilinn öll árin þrjú og bikarmeistaratitilinn 2009 og 2010, auk þess sem Freyr var kosinn þjálfari ársins öll árin af sérstakri valnefnd (fyrsta árið ásamt Elísabetu). Keppnistímabilið 2011 og 2012 var Freyr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Val, en fyrir tímabilið 2013 hélt hann á æskuslóðirnar og tók við aðalþjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni ásamt Davíð Snorra Jónassyni, og mun hann halda því starfi áfram. Nánari upplýsingar um Frey og úrslitakeppni HM 2015, þar sem átta Evrópuþjóðir verða á meðal 24 þátttökuþjóða, má finna á heimasíðu KSÍ.Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, er ánægð með tíðindi dagsins ef marka má Twitter-færslu hennar. Dagný spilaði undir stjórn Freys hjá Val. Íslenski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi karlalandsins í dag. Freyr er þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í karlaboltanum en var áður þjálfari hjá kvennaliði Vals. Freyr mun áfram stýra Leikni samhliða því að þjálfa kvennalandsliðiðið. Samningur Freys nær til tveggja ára eða fram yfir lokakeppni HM í Kanada árið 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppninni í lok september. Heimir Hallgrímsson verður aðstoðarmaður hans í þeim leik. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Þorlákur Árnason hefði verið fyrsti kostur í starfið. Þorlákur gaf KSÍ hins vegar afsvar. Freyr var næsti kostur og tekur nú að sér hið metnaðarfulla verkefni að koma stelpunum okkar í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti. Freyr sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að það yrði ekki vandamál að stýra tveimur liðum á sama tíma. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, lýsir ánægju sinni með ráðningunni á Frey á Twitter. Elísabet var ein þeirra sem sterklega var orðuð við stöðuna.Freyr, sem er 31 árs gamall (fæddur 1982), hóf þjálfaramenntun sína tiltölulega ungur og lauk fyrsta stigi hjá KSÍ árið 2005. Hann lauk KSÍ-A gráðu í þjálfaramenntun árið 2009, og er það hæsta gráða sem veitt er á Íslandi. Breiðholtið í Reykjavík eru æskustöðvar Freys, sem lék með Leikni upp alla yngri flokka og á hann jafnframt að baki alls 81 leik í Íslandsmóti og bikarkeppni með meistaraflokki liðsins. Þjálfaraferillinn hófst einmitt hjá Leikni, þar sem hann þjálfaði yngri flokka, áður en hann tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val árið 2008 ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur og var svo einn með liðið árin 2010 og 2011. Á þessum tíma vann Valur fimm stóra titla, Íslandsmeistaratitilinn öll árin þrjú og bikarmeistaratitilinn 2009 og 2010, auk þess sem Freyr var kosinn þjálfari ársins öll árin af sérstakri valnefnd (fyrsta árið ásamt Elísabetu). Keppnistímabilið 2011 og 2012 var Freyr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Val, en fyrir tímabilið 2013 hélt hann á æskuslóðirnar og tók við aðalþjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni ásamt Davíð Snorra Jónassyni, og mun hann halda því starfi áfram. Nánari upplýsingar um Frey og úrslitakeppni HM 2015, þar sem átta Evrópuþjóðir verða á meðal 24 þátttökuþjóða, má finna á heimasíðu KSÍ.Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, er ánægð með tíðindi dagsins ef marka má Twitter-færslu hennar. Dagný spilaði undir stjórn Freys hjá Val.
Íslenski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira