Bayern vann Ofurbikarinn í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2013 20:45 Mynd/NordicPhotos/Getty Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Þyski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer tryggði Bayern München titilinn þegar hann varði vítaspyrnu Romelu Lukaku en liðin voru þá búin að nýta níu fyrstu vítaspyrnur sínar í vítakeppninni. Chelsea lék manni færri alla framlenginguna en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér titilinn í framlengingunni en Javi Martínez jafnaði metin í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum því Fernando Torres skoraði í upphafi leiks og Eden Hazard í upphafi framlengingarinnar. Franck Ribéry jafnaði í 1-1 í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern München vinnur Ofurbikar Evrópu en liðið var þrisvar sinnum búið að tapa þessum leik (1975, 1976, 2001). Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að vinna fyrsta titilinn síðan að hann snéri aftur á Brúna en hann hefur aldrei unnið Ofurbikarinn á ferlinum. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum þegar Fernando Torres skoraði glæsilegt mark á 8. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Eden Hazard sprengdi upp vörn Bayern og fann André Schürrle sem gaf fyrir á Torres. Spænski framherjinn afgreiddi boltann viðstöðulaust upp í bláhornið. Bayern tók ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik en Franck Ribéry skoraði þá með langskoti á 47. mínútu eftir samspil við Toni Kroos. Chelsea hafði varla komið við boltann í seinni hálfleiknum þegar Bayern München var búið að skora. Ramires fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Mario Götze á 85. mínútu og Chelsea-liðið var því orðið manni færra. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Eden Hazard Kom Chelsea aftur yfir strax á þriðju mínútu í framlengingunni eftir einstaklingsframtak á vinstri vængnum. Hann lék inn að markinu og afgreiddi boltann í nærhornið án þess að Manuel Neuer kæmi vörnum við. Petr Cech varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni, þar á meðal tvisvar með skömmu millibili og Chelsea-liðið virtist ætla að lifa af mikla pressu Bayern-liðsins. Javi Martínez náði hinsvegar að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins og tryggja Bayern vítakeppni. Martínez var á réttum stað þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu.Bayern München-Chelsea - vítakeppnin : 1-0 David Alaba, Bayern - mark 1-1 David Luiz, Chelsea - mark 2-1 Toni Kroos, Bayern - mark 2-2 Oscar, Chelsea - mark 3-2 Philipp Lahm, Bayern - mark 3-3 Frank Lampard, Chelsea - mark 4-3 Franck Ribéry, Bayern - mark 4-4 Ashley Cole, Chelsea - mark 5-4 Xherdan Shaqiri, Bayern - mark Romelu Lukaku, Chelsea - varið (Manuel Neuer) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður Sjá meira
Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Þyski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer tryggði Bayern München titilinn þegar hann varði vítaspyrnu Romelu Lukaku en liðin voru þá búin að nýta níu fyrstu vítaspyrnur sínar í vítakeppninni. Chelsea lék manni færri alla framlenginguna en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér titilinn í framlengingunni en Javi Martínez jafnaði metin í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum því Fernando Torres skoraði í upphafi leiks og Eden Hazard í upphafi framlengingarinnar. Franck Ribéry jafnaði í 1-1 í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern München vinnur Ofurbikar Evrópu en liðið var þrisvar sinnum búið að tapa þessum leik (1975, 1976, 2001). Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að vinna fyrsta titilinn síðan að hann snéri aftur á Brúna en hann hefur aldrei unnið Ofurbikarinn á ferlinum. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum þegar Fernando Torres skoraði glæsilegt mark á 8. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Eden Hazard sprengdi upp vörn Bayern og fann André Schürrle sem gaf fyrir á Torres. Spænski framherjinn afgreiddi boltann viðstöðulaust upp í bláhornið. Bayern tók ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik en Franck Ribéry skoraði þá með langskoti á 47. mínútu eftir samspil við Toni Kroos. Chelsea hafði varla komið við boltann í seinni hálfleiknum þegar Bayern München var búið að skora. Ramires fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Mario Götze á 85. mínútu og Chelsea-liðið var því orðið manni færra. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Eden Hazard Kom Chelsea aftur yfir strax á þriðju mínútu í framlengingunni eftir einstaklingsframtak á vinstri vængnum. Hann lék inn að markinu og afgreiddi boltann í nærhornið án þess að Manuel Neuer kæmi vörnum við. Petr Cech varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni, þar á meðal tvisvar með skömmu millibili og Chelsea-liðið virtist ætla að lifa af mikla pressu Bayern-liðsins. Javi Martínez náði hinsvegar að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins og tryggja Bayern vítakeppni. Martínez var á réttum stað þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu.Bayern München-Chelsea - vítakeppnin : 1-0 David Alaba, Bayern - mark 1-1 David Luiz, Chelsea - mark 2-1 Toni Kroos, Bayern - mark 2-2 Oscar, Chelsea - mark 3-2 Philipp Lahm, Bayern - mark 3-3 Frank Lampard, Chelsea - mark 4-3 Franck Ribéry, Bayern - mark 4-4 Ashley Cole, Chelsea - mark 5-4 Xherdan Shaqiri, Bayern - mark Romelu Lukaku, Chelsea - varið (Manuel Neuer)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður Sjá meira