Bayern vann Ofurbikarinn í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2013 20:45 Mynd/NordicPhotos/Getty Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Þyski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer tryggði Bayern München titilinn þegar hann varði vítaspyrnu Romelu Lukaku en liðin voru þá búin að nýta níu fyrstu vítaspyrnur sínar í vítakeppninni. Chelsea lék manni færri alla framlenginguna en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér titilinn í framlengingunni en Javi Martínez jafnaði metin í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum því Fernando Torres skoraði í upphafi leiks og Eden Hazard í upphafi framlengingarinnar. Franck Ribéry jafnaði í 1-1 í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern München vinnur Ofurbikar Evrópu en liðið var þrisvar sinnum búið að tapa þessum leik (1975, 1976, 2001). Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að vinna fyrsta titilinn síðan að hann snéri aftur á Brúna en hann hefur aldrei unnið Ofurbikarinn á ferlinum. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum þegar Fernando Torres skoraði glæsilegt mark á 8. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Eden Hazard sprengdi upp vörn Bayern og fann André Schürrle sem gaf fyrir á Torres. Spænski framherjinn afgreiddi boltann viðstöðulaust upp í bláhornið. Bayern tók ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik en Franck Ribéry skoraði þá með langskoti á 47. mínútu eftir samspil við Toni Kroos. Chelsea hafði varla komið við boltann í seinni hálfleiknum þegar Bayern München var búið að skora. Ramires fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Mario Götze á 85. mínútu og Chelsea-liðið var því orðið manni færra. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Eden Hazard Kom Chelsea aftur yfir strax á þriðju mínútu í framlengingunni eftir einstaklingsframtak á vinstri vængnum. Hann lék inn að markinu og afgreiddi boltann í nærhornið án þess að Manuel Neuer kæmi vörnum við. Petr Cech varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni, þar á meðal tvisvar með skömmu millibili og Chelsea-liðið virtist ætla að lifa af mikla pressu Bayern-liðsins. Javi Martínez náði hinsvegar að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins og tryggja Bayern vítakeppni. Martínez var á réttum stað þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu.Bayern München-Chelsea - vítakeppnin : 1-0 David Alaba, Bayern - mark 1-1 David Luiz, Chelsea - mark 2-1 Toni Kroos, Bayern - mark 2-2 Oscar, Chelsea - mark 3-2 Philipp Lahm, Bayern - mark 3-3 Frank Lampard, Chelsea - mark 4-3 Franck Ribéry, Bayern - mark 4-4 Ashley Cole, Chelsea - mark 5-4 Xherdan Shaqiri, Bayern - mark Romelu Lukaku, Chelsea - varið (Manuel Neuer) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Þyski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer tryggði Bayern München titilinn þegar hann varði vítaspyrnu Romelu Lukaku en liðin voru þá búin að nýta níu fyrstu vítaspyrnur sínar í vítakeppninni. Chelsea lék manni færri alla framlenginguna en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér titilinn í framlengingunni en Javi Martínez jafnaði metin í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum því Fernando Torres skoraði í upphafi leiks og Eden Hazard í upphafi framlengingarinnar. Franck Ribéry jafnaði í 1-1 í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern München vinnur Ofurbikar Evrópu en liðið var þrisvar sinnum búið að tapa þessum leik (1975, 1976, 2001). Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að vinna fyrsta titilinn síðan að hann snéri aftur á Brúna en hann hefur aldrei unnið Ofurbikarinn á ferlinum. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum þegar Fernando Torres skoraði glæsilegt mark á 8. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Eden Hazard sprengdi upp vörn Bayern og fann André Schürrle sem gaf fyrir á Torres. Spænski framherjinn afgreiddi boltann viðstöðulaust upp í bláhornið. Bayern tók ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik en Franck Ribéry skoraði þá með langskoti á 47. mínútu eftir samspil við Toni Kroos. Chelsea hafði varla komið við boltann í seinni hálfleiknum þegar Bayern München var búið að skora. Ramires fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Mario Götze á 85. mínútu og Chelsea-liðið var því orðið manni færra. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Eden Hazard Kom Chelsea aftur yfir strax á þriðju mínútu í framlengingunni eftir einstaklingsframtak á vinstri vængnum. Hann lék inn að markinu og afgreiddi boltann í nærhornið án þess að Manuel Neuer kæmi vörnum við. Petr Cech varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni, þar á meðal tvisvar með skömmu millibili og Chelsea-liðið virtist ætla að lifa af mikla pressu Bayern-liðsins. Javi Martínez náði hinsvegar að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins og tryggja Bayern vítakeppni. Martínez var á réttum stað þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu.Bayern München-Chelsea - vítakeppnin : 1-0 David Alaba, Bayern - mark 1-1 David Luiz, Chelsea - mark 2-1 Toni Kroos, Bayern - mark 2-2 Oscar, Chelsea - mark 3-2 Philipp Lahm, Bayern - mark 3-3 Frank Lampard, Chelsea - mark 4-3 Franck Ribéry, Bayern - mark 4-4 Ashley Cole, Chelsea - mark 5-4 Xherdan Shaqiri, Bayern - mark Romelu Lukaku, Chelsea - varið (Manuel Neuer)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira