Freyr Alexandersson var ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í gær og fyrrum þjálfari liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, skrifar skemmtilegan pistil á heimasíðu sína í tilefni af þessum tímamótum.
Það hefur mikið breyst í umhverfinu síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu fyrir sex og hálfu ári síðan.
"Á fyrstu einstaklingsfundunum mínum tilkynntu þrír lykilleikmenn að þær væru að hugsa um að hætta í landsliðinu. Á fyrsta liðsfundinum hélt ég klukkutíma pepp ræðu um mikilvægi þess að við þyrftum að leggja á okkur meira en nokkru sinni fyrr því við ætluðum að komast í lokakeppni EM og verða fyrsta liðið til þess í sögunni.
Strax eftir fundinn kom einn reynslumesti leikmaður landsliðsins til mín og sagði “Flott ræða Siggi Raggi, en má ég fá frí á landsliðsæfingunni á morgun því ég þarf að ná í kærastann minn út á flugvöll?” En svona var þetta þá," skrifar Sigurður Ragnar.
Hægt er að lesa pistil Sigurðar í heild hér.
Þurfti að ná í kærastann út á flugvöll

Mest lesið







Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn

Brentford hafnaði tilboði Manchester United
Enski boltinn

