ÍR-ingar með naumt forskot 31. ágúst 2013 21:30 Hafdís Sigurðardóttir var drjúg í dag. ÍR er með fjögurra stiga forystu eftir fyrri dag bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum sem hófst í stilltu en frekar svölu veðri í dag. ÍR er með 70 stig í samanlagri keppni, FH er í öðru sæti með 66 stig en lið Norðurlands með 62 stig. Í kvennakeppninni hefur ÍR eins stigs forskot á lið Norðurlands, en FH er í þriðja sæti einu stigi þar á eftir. Í karlakeppninni er ÍR með 37 stig, tveimur meir en FH. Keppni er lokið í 19 af 37 greinum keppninnar því ljóst að keppni getur orðið tvísýn og spennandi á morgun, seinni keppnisdaginn. Sveit ÍR setti nýtt íslandsmet félagsliða í 4x100 m boðhlaupi, en sveitin kom í mark á tímanum 46,88 sek. Þór Eva Steinsdóttir FH setti nýtt met í 400 m hlaupi í flokkum 13 og 14 ára stúlka þegar hún kom í mark á 57,91 sek. Hafdís Sigurðardóttir var drjúg fyrir sitt lið í dag, en hún sigraði í þrístökki, 100 m og 400 m hlaupum og var sveit Norðurlands sem varð önnur á eftir metsveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi. Vegna slæms veðurútlits var keppni í hástökki kvenna og stangarstökki karla inni í Laugardalshöll. Í hástökkinu sigraði Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH eftir mikla keppni við þær Fjólu Signýju Hannesdóttur HSK og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur ÍR. Sveinbjörg keppti auk þess í þrístökki þar sem hún varð önnur og í kúluvarpi sem hún sigraði. Leó Gunnar Víðisson ÍR bætti sinn persónulega árangur í stangarstökki með stökki upp á 4,40 m en hann bar nokkuð óvænt sigur úr bítum í keppninni. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA keppti í 100 og 400 m fyrir lið Norðurlands auk þess sem hann hljóp síðasta sprett liðsins í 4x100 m boðhlaupi. Í 400 m hlaupinu kom hann fyrstur í mark eftir mikla baráttu við Trausta Stefánsson FH, en þeir komu í mark á tímunum 49,67 og 49,87 sek. Áður hafði Kolbeinn sigrað 100 m hlaupið á 10,86 sek., sem er 2/100 úr sek. frá hans besta í greininni Í spjótkasti karla var jöfn keppni milli þeirra Guðmundar Sverrissonar ÍR, Sindra Hrafns Guðmundssonar Breiðabliki og Arnar Davíðssonar FH. Guðmundur bar kastaði lengst í sínu fyrsta kasti 70,13 m, en Sindri náði öðru sætinu í sínu næstsíðasta kasti með 67,35 m. Örn kastaði lengst 65,45 m í sínu fjórða kasti. Kristinn Þór Kristinsson HSK sigraði Norðlendinginn Björn Margeirsson UMSS í taktísku 1500 m hlaupi. Árangur Kristins í hlaupinu í dag, 3:59,69 mín., er hans næst besti í greininni. Björn kom í mark á 4:00,34 mín sem er hans næst besti árangur í ar. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
ÍR er með fjögurra stiga forystu eftir fyrri dag bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum sem hófst í stilltu en frekar svölu veðri í dag. ÍR er með 70 stig í samanlagri keppni, FH er í öðru sæti með 66 stig en lið Norðurlands með 62 stig. Í kvennakeppninni hefur ÍR eins stigs forskot á lið Norðurlands, en FH er í þriðja sæti einu stigi þar á eftir. Í karlakeppninni er ÍR með 37 stig, tveimur meir en FH. Keppni er lokið í 19 af 37 greinum keppninnar því ljóst að keppni getur orðið tvísýn og spennandi á morgun, seinni keppnisdaginn. Sveit ÍR setti nýtt íslandsmet félagsliða í 4x100 m boðhlaupi, en sveitin kom í mark á tímanum 46,88 sek. Þór Eva Steinsdóttir FH setti nýtt met í 400 m hlaupi í flokkum 13 og 14 ára stúlka þegar hún kom í mark á 57,91 sek. Hafdís Sigurðardóttir var drjúg fyrir sitt lið í dag, en hún sigraði í þrístökki, 100 m og 400 m hlaupum og var sveit Norðurlands sem varð önnur á eftir metsveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi. Vegna slæms veðurútlits var keppni í hástökki kvenna og stangarstökki karla inni í Laugardalshöll. Í hástökkinu sigraði Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH eftir mikla keppni við þær Fjólu Signýju Hannesdóttur HSK og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur ÍR. Sveinbjörg keppti auk þess í þrístökki þar sem hún varð önnur og í kúluvarpi sem hún sigraði. Leó Gunnar Víðisson ÍR bætti sinn persónulega árangur í stangarstökki með stökki upp á 4,40 m en hann bar nokkuð óvænt sigur úr bítum í keppninni. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA keppti í 100 og 400 m fyrir lið Norðurlands auk þess sem hann hljóp síðasta sprett liðsins í 4x100 m boðhlaupi. Í 400 m hlaupinu kom hann fyrstur í mark eftir mikla baráttu við Trausta Stefánsson FH, en þeir komu í mark á tímunum 49,67 og 49,87 sek. Áður hafði Kolbeinn sigrað 100 m hlaupið á 10,86 sek., sem er 2/100 úr sek. frá hans besta í greininni Í spjótkasti karla var jöfn keppni milli þeirra Guðmundar Sverrissonar ÍR, Sindra Hrafns Guðmundssonar Breiðabliki og Arnar Davíðssonar FH. Guðmundur bar kastaði lengst í sínu fyrsta kasti 70,13 m, en Sindri náði öðru sætinu í sínu næstsíðasta kasti með 67,35 m. Örn kastaði lengst 65,45 m í sínu fjórða kasti. Kristinn Þór Kristinsson HSK sigraði Norðlendinginn Björn Margeirsson UMSS í taktísku 1500 m hlaupi. Árangur Kristins í hlaupinu í dag, 3:59,69 mín., er hans næst besti í greininni. Björn kom í mark á 4:00,34 mín sem er hans næst besti árangur í ar.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira