Bruno Labbadia, þjálfara Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið sagt upp störfum.
Stuttgart tapaði sínum þriðja leik í röð í deildinni gegn Augsburg á laugardaginn og forráðamenn Stuttgart biðu ekki boðanna og ráku þjálfarann. Labbadia tók við liðinu árið 2010 en framherjinn fyrrverandi þjálfaði áður Bayer Leverkusen og Hamburg.
Labbadia stýrði Stuttgart í úrslit þýska bikarsins en þurfti að sætta sig við tap gegn Bayern München. Stuttgart tapaði einnig fyrri leik sínum í umspili Evrópudeildarinnar gegn Rijeka 2-1 í fyrri leiknum ytra á fimmtudag.

