Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona lið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2013 22:04 Mynd/Daníel Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira