Aron Jóhannsson tjáir sig um ákvörðun sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 10:55 Mynd/Skjáskot Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson segir að það yrði draumur að komast á heimsmeistaramótið með landsliði Bandaríkjanna. Það hafi verið draumur hans síðastliðin fimmtán ár. Þetta segir Aron í viðtali við hollenska fjölmiðilinn RTV. Aron er spurður út í leikstíl sinn og viðureign AZ Alkmaar og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Þá snýr spyrillinn sér að þjóðerni Arons og spyr hvort honum finnist hann vera meiri Íslendingur eða Bandaríkjamaður. „Ég er sitt lítið af hvoru," segir Aron í viðtalinu sem er tekið á ensku. Aðspurður hvers vegna hann hafi kosið að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland segir Aron: „Ég vil helst ekki tala mikið um þetta. Ég kaus hins vegar að spila fyrir Bandaríkin og vonandi fæ ég mínar fyrstu mínútur með landsliðinu á miðvikudaginn," segir Aron. Sóknarmaðurinn hefur verið valinn í landslið Bandaríkjanna fyrir æfingaleik gegn Bosníu á miðvikudag. Enn á þó eftir að fást staðfesting frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu að Aron megi spila með Bandaríkjunum. Það er þó aðeins tímaspursmál. Hollenski blaðamaðurinn segir að væri hann hálfur Íslendingur og hálfur Kani teldi hann líkurnar meiri á því að komast í lokakeppni heimsmeistaramótsins með Bandaríkjunum. „Það gildir það sama um mig," segir Aron. „Mig hefur dreymt um að spila á HM síðan ég horfði fyrst á árið 1998. Möguleikarnir eru meiri með Bandaríkjunum og það yrði draumur að spila með Bandaríkjunum á HM."Viðtalið við Aron, sem er á sjónvarpsformi, má sjá með því að smella hér. Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann vill velja Aron í landsliðið sem fyrst "Við erum mjög spenntir fyrir því að Aron hafi ákveðið að landsliðsframi sinn verði með Bandaríkjunum,“ segir Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. 31. júlí 2013 07:00 "Hvers vegna geta Bandaríkin ekki skapað sína eigin leikmenn?“ Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. 3. ágúst 2013 21:00 Ferill Arons í máli og myndum Aron Jóhannsson ætlar að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. Framherjinn tilkynnti það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á mánudaginn. 4. ágúst 2013 11:00 Búið að sækja um breytinguna fyrir Aron Bandaríska knattspyrnusambandið hefur lagt inn beiðni til Alþjóðaknattspyrnusambandsins þess efnis að Aron Jóhannsson fái að spila með landsliði þjóðarinnar. 31. júlí 2013 00:54 Þúsund manns styðja Aron Ákvörðun Arons Jóhannssonar að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í stað þess íslenska hefur vakið mikla athygli hér á landi sem vestanhafs. 31. júlí 2013 10:32 Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. 30. júlí 2013 13:36 Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19 Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00 Aron valinn í bandaríska landsliðið Aron Jóhannsson hefur verið valinn í landsliðshóp bandaríska landsliðsins í knattspyrnu en liðið leikur vináttuleik við Bosníu og Hersegóvínu þann 14. ágúst en leikurinn fer fram í Sarajevo. 5. ágúst 2013 15:14 Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson segir að það yrði draumur að komast á heimsmeistaramótið með landsliði Bandaríkjanna. Það hafi verið draumur hans síðastliðin fimmtán ár. Þetta segir Aron í viðtali við hollenska fjölmiðilinn RTV. Aron er spurður út í leikstíl sinn og viðureign AZ Alkmaar og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Þá snýr spyrillinn sér að þjóðerni Arons og spyr hvort honum finnist hann vera meiri Íslendingur eða Bandaríkjamaður. „Ég er sitt lítið af hvoru," segir Aron í viðtalinu sem er tekið á ensku. Aðspurður hvers vegna hann hafi kosið að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland segir Aron: „Ég vil helst ekki tala mikið um þetta. Ég kaus hins vegar að spila fyrir Bandaríkin og vonandi fæ ég mínar fyrstu mínútur með landsliðinu á miðvikudaginn," segir Aron. Sóknarmaðurinn hefur verið valinn í landslið Bandaríkjanna fyrir æfingaleik gegn Bosníu á miðvikudag. Enn á þó eftir að fást staðfesting frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu að Aron megi spila með Bandaríkjunum. Það er þó aðeins tímaspursmál. Hollenski blaðamaðurinn segir að væri hann hálfur Íslendingur og hálfur Kani teldi hann líkurnar meiri á því að komast í lokakeppni heimsmeistaramótsins með Bandaríkjunum. „Það gildir það sama um mig," segir Aron. „Mig hefur dreymt um að spila á HM síðan ég horfði fyrst á árið 1998. Möguleikarnir eru meiri með Bandaríkjunum og það yrði draumur að spila með Bandaríkjunum á HM."Viðtalið við Aron, sem er á sjónvarpsformi, má sjá með því að smella hér.
Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann vill velja Aron í landsliðið sem fyrst "Við erum mjög spenntir fyrir því að Aron hafi ákveðið að landsliðsframi sinn verði með Bandaríkjunum,“ segir Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. 31. júlí 2013 07:00 "Hvers vegna geta Bandaríkin ekki skapað sína eigin leikmenn?“ Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. 3. ágúst 2013 21:00 Ferill Arons í máli og myndum Aron Jóhannsson ætlar að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. Framherjinn tilkynnti það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á mánudaginn. 4. ágúst 2013 11:00 Búið að sækja um breytinguna fyrir Aron Bandaríska knattspyrnusambandið hefur lagt inn beiðni til Alþjóðaknattspyrnusambandsins þess efnis að Aron Jóhannsson fái að spila með landsliði þjóðarinnar. 31. júlí 2013 00:54 Þúsund manns styðja Aron Ákvörðun Arons Jóhannssonar að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í stað þess íslenska hefur vakið mikla athygli hér á landi sem vestanhafs. 31. júlí 2013 10:32 Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. 30. júlí 2013 13:36 Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19 Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00 Aron valinn í bandaríska landsliðið Aron Jóhannsson hefur verið valinn í landsliðshóp bandaríska landsliðsins í knattspyrnu en liðið leikur vináttuleik við Bosníu og Hersegóvínu þann 14. ágúst en leikurinn fer fram í Sarajevo. 5. ágúst 2013 15:14 Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Klinsmann vill velja Aron í landsliðið sem fyrst "Við erum mjög spenntir fyrir því að Aron hafi ákveðið að landsliðsframi sinn verði með Bandaríkjunum,“ segir Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. 31. júlí 2013 07:00
"Hvers vegna geta Bandaríkin ekki skapað sína eigin leikmenn?“ Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. 3. ágúst 2013 21:00
Ferill Arons í máli og myndum Aron Jóhannsson ætlar að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. Framherjinn tilkynnti það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á mánudaginn. 4. ágúst 2013 11:00
Búið að sækja um breytinguna fyrir Aron Bandaríska knattspyrnusambandið hefur lagt inn beiðni til Alþjóðaknattspyrnusambandsins þess efnis að Aron Jóhannsson fái að spila með landsliði þjóðarinnar. 31. júlí 2013 00:54
Þúsund manns styðja Aron Ákvörðun Arons Jóhannssonar að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í stað þess íslenska hefur vakið mikla athygli hér á landi sem vestanhafs. 31. júlí 2013 10:32
Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. 30. júlí 2013 13:36
Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19
Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00
Aron valinn í bandaríska landsliðið Aron Jóhannsson hefur verið valinn í landsliðshóp bandaríska landsliðsins í knattspyrnu en liðið leikur vináttuleik við Bosníu og Hersegóvínu þann 14. ágúst en leikurinn fer fram í Sarajevo. 5. ágúst 2013 15:14
Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27