Vigdís vill endurskoða fjárframlög til RÚV Jakob Bjarnar skrifar 14. ágúst 2013 08:25 Vigdís Hauksdóttir vill endurskoða aðkomu ríkissjóðs að RÚV. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir Ríkisútvarpið vera alltof Evrópusinnað og þar á bæ hafi menn meira að segja skakkt eftir fólki. Hún vill endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta kom fram í viðtali við hana sem var í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Vigdís lýsti yfir megnri óánægju með fréttastofu RÚV, meðal annars vegna þess að fréttamenn þar fóru rangt með ummæli hennar, varðandi IPA-styrkina; að þeir væru illa fengið glópagull. Vigdís sagði aldrei að það hefði verið illa fengið. „Skrítið að ríkisútvarpið, sem tekur til sín tæpa fjóra milljarða á ári, fari með ósannindi,“ segir Vigdís. Hún segir nauðsynlegt að þeir sem starfi hjá ríkisstofnunum beri virðingu hver fyrir öðrum. Hún hafi aðeins verið að segja það sem henni býr í brjósti og allir séu sammála um. „Það var sótt um Evrópusambandsumsókn á röngum forsendum og IPA-styrkirnir eru glópagull.“ Þá telur Vigdís fyrirliggjandi að fréttastofan sé alltof Evrópusinnuð. Því vill hún taka til gagngerrar endurskoðunar fjárframlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins. „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Vigdís segir þá sem í hagræðingarnefndinni eru séu sammála um að það þurfi að fara yfir allt sviðið, hagræða og skera niður. Ríkisútvarpið er meðal þess sem er undir smásjánni.Gera má ráð fyrir því að ummæli Vigdísar reynist umdeild og þannig hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar tjáð sig um þau á Facebooksíðu sinni: „Það er ekkert að því að gagnrýna fjölmiðla en það er alvarlegt mál að hóta almannaþjónustumiðlinum niðurskurði um leið og hann er gagnrýndur. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjárveitingavald og að láta skína í niðurskurð gagnvart því sem ekki er manni þóknanlegt sýnir mjög sérstakt viðhorf til valds.“ Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir Ríkisútvarpið vera alltof Evrópusinnað og þar á bæ hafi menn meira að segja skakkt eftir fólki. Hún vill endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta kom fram í viðtali við hana sem var í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Vigdís lýsti yfir megnri óánægju með fréttastofu RÚV, meðal annars vegna þess að fréttamenn þar fóru rangt með ummæli hennar, varðandi IPA-styrkina; að þeir væru illa fengið glópagull. Vigdís sagði aldrei að það hefði verið illa fengið. „Skrítið að ríkisútvarpið, sem tekur til sín tæpa fjóra milljarða á ári, fari með ósannindi,“ segir Vigdís. Hún segir nauðsynlegt að þeir sem starfi hjá ríkisstofnunum beri virðingu hver fyrir öðrum. Hún hafi aðeins verið að segja það sem henni býr í brjósti og allir séu sammála um. „Það var sótt um Evrópusambandsumsókn á röngum forsendum og IPA-styrkirnir eru glópagull.“ Þá telur Vigdís fyrirliggjandi að fréttastofan sé alltof Evrópusinnuð. Því vill hún taka til gagngerrar endurskoðunar fjárframlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins. „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Vigdís segir þá sem í hagræðingarnefndinni eru séu sammála um að það þurfi að fara yfir allt sviðið, hagræða og skera niður. Ríkisútvarpið er meðal þess sem er undir smásjánni.Gera má ráð fyrir því að ummæli Vigdísar reynist umdeild og þannig hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar tjáð sig um þau á Facebooksíðu sinni: „Það er ekkert að því að gagnrýna fjölmiðla en það er alvarlegt mál að hóta almannaþjónustumiðlinum niðurskurði um leið og hann er gagnrýndur. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjárveitingavald og að láta skína í niðurskurð gagnvart því sem ekki er manni þóknanlegt sýnir mjög sérstakt viðhorf til valds.“
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira