Sundkappinn Hjörtur Már Ingvarsson hafnaði í 10. sæti í 200 metra fjórsundi á heimsmeistaramóti fatlaðra sem fram fer í Montreal í Kanada.
Hjörtur kom í mark á tímanum 3.55,06 mínútum og bætti sitt eigið Íslandsmet töluvert. Hjörtur Már keppir S5 flokki hreyfihamlaða á mótinu.
Áður var Íslandsmetið 4.07,07 mínútur og því um gríðarlega framför að ræða.
Hjörtur varð fyrr í vikunni í sjöunda sæti í 200 metra skriðsundi og þá bætti hann einnig sitt eigið Íslandsmet.
Hjörtur Már heldur áfram að bæta sig
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



