Innlent

Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga framlengt um fjórar vikur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Stefán Logi er grunaður um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásum.
Stefán Logi er grunaður um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásum.
Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni hefur verið framlengt um fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna.

Þetta hefur Mbl eftir Jóni H.B. Snorrasyni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segir hann að með þessu sé miðast við að Stefán gangi ekki frjáls ferða sinna þar til málefni hans koma fyrir dómstóla.

Hann var dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðhald þann 13. júlí. Það gæsluvarðhald var svo framlengt um tvær vikur og hefur nú verið framlengt að nýju um fjórar vikur.

Stefán Logi er grunaður um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásum. Er hann meðal annars grunaður um að hafa misþyrmt manni í íbúðarhúsi á Stokkseyri í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×