Bók um móður Breiviks kemur út í haust Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. ágúst 2013 15:09 Marit Christensen vann lengi fyrir fréttastöðina NRK. Mynd/Espen Rasmussen Móðir Anders Behring Breivik, Wenche Behring Breivik, tjáði sig aldrei opinberlega um voðaverkin sem hann framdi í júlí 2011 en nú er komið í ljós að hún átti nánast í daglegum samskiptum við norsku fjölmiðlakonuna Marit Christensen. Hún skrifar nú bók um Wenche sem á að koma út í haust. Frú Breivik dó seint í mars á þessu ári. Nánast enginn vissi að þær ynnu að þessu verkefni en nú hefur bókaforlagið Aschehoug staðfest það að bókin komi út og muni bera titilinn "Móðirin".„Ég hef farið í gegnum líf móðurinnar, frá vöggu til grafar. Ég hef skrifað um tilfinningar hennar og viðbrögð við Anders Behring Breivik, allt frá því að hann var barn. Sagan týndist ekki með henni heldur er enn til,“ sagði Marit Christensen í samtali við norska blaðið VG. Marit segist hafa tekið viðtölin við Wenche heima hjá sér að mestu en þó hafi þær stöku sinnum hist á heimili Wenche. Samtölin voru tekin upp. „Þetta verkefni hefur verið svo leynilegt að aðeins örfáir hafa vitað um tilvist þess,“ segir Christensen sem að lýsir sambandi sínu við Wenche Behring Breivik sem blöndu af sálfræðingi, stuðningsmanni, trúnaðarvinkonu og blaðamanni. „Þegar við hittumst í fyrsta sinn fékk hún þær fréttir að hún var með krabbamein. Það áfall fékk hún í kjölfarið á áfallinu sem reið yfir hana þann 22.júlí.“ Christensen segir móður fjöldamorðingjans aldrei hafa álasað sér fyrir gjörðir hans. Aðspurð að því hvað fjölskyldu Wenche þykir um það að hún sé að skrifa þessa bók segir Marit: „Ég veit það ekki.“ Bókin mun varpa ljósi á hvernig mikilvægasta manneskjan í lífi Anders Breivik var og hvers slags uppeldi hann fékk. En fram hefur komið í fjölmiðlum að móðir hans var ein af fáum sem að hann átti í samskiptum við áður en hann framdi voðaverkin í Útey. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Móðir Anders Behring Breivik, Wenche Behring Breivik, tjáði sig aldrei opinberlega um voðaverkin sem hann framdi í júlí 2011 en nú er komið í ljós að hún átti nánast í daglegum samskiptum við norsku fjölmiðlakonuna Marit Christensen. Hún skrifar nú bók um Wenche sem á að koma út í haust. Frú Breivik dó seint í mars á þessu ári. Nánast enginn vissi að þær ynnu að þessu verkefni en nú hefur bókaforlagið Aschehoug staðfest það að bókin komi út og muni bera titilinn "Móðirin".„Ég hef farið í gegnum líf móðurinnar, frá vöggu til grafar. Ég hef skrifað um tilfinningar hennar og viðbrögð við Anders Behring Breivik, allt frá því að hann var barn. Sagan týndist ekki með henni heldur er enn til,“ sagði Marit Christensen í samtali við norska blaðið VG. Marit segist hafa tekið viðtölin við Wenche heima hjá sér að mestu en þó hafi þær stöku sinnum hist á heimili Wenche. Samtölin voru tekin upp. „Þetta verkefni hefur verið svo leynilegt að aðeins örfáir hafa vitað um tilvist þess,“ segir Christensen sem að lýsir sambandi sínu við Wenche Behring Breivik sem blöndu af sálfræðingi, stuðningsmanni, trúnaðarvinkonu og blaðamanni. „Þegar við hittumst í fyrsta sinn fékk hún þær fréttir að hún var með krabbamein. Það áfall fékk hún í kjölfarið á áfallinu sem reið yfir hana þann 22.júlí.“ Christensen segir móður fjöldamorðingjans aldrei hafa álasað sér fyrir gjörðir hans. Aðspurð að því hvað fjölskyldu Wenche þykir um það að hún sé að skrifa þessa bók segir Marit: „Ég veit það ekki.“ Bókin mun varpa ljósi á hvernig mikilvægasta manneskjan í lífi Anders Breivik var og hvers slags uppeldi hann fékk. En fram hefur komið í fjölmiðlum að móðir hans var ein af fáum sem að hann átti í samskiptum við áður en hann framdi voðaverkin í Útey.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira