Bók um móður Breiviks kemur út í haust Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. ágúst 2013 15:09 Marit Christensen vann lengi fyrir fréttastöðina NRK. Mynd/Espen Rasmussen Móðir Anders Behring Breivik, Wenche Behring Breivik, tjáði sig aldrei opinberlega um voðaverkin sem hann framdi í júlí 2011 en nú er komið í ljós að hún átti nánast í daglegum samskiptum við norsku fjölmiðlakonuna Marit Christensen. Hún skrifar nú bók um Wenche sem á að koma út í haust. Frú Breivik dó seint í mars á þessu ári. Nánast enginn vissi að þær ynnu að þessu verkefni en nú hefur bókaforlagið Aschehoug staðfest það að bókin komi út og muni bera titilinn "Móðirin".„Ég hef farið í gegnum líf móðurinnar, frá vöggu til grafar. Ég hef skrifað um tilfinningar hennar og viðbrögð við Anders Behring Breivik, allt frá því að hann var barn. Sagan týndist ekki með henni heldur er enn til,“ sagði Marit Christensen í samtali við norska blaðið VG. Marit segist hafa tekið viðtölin við Wenche heima hjá sér að mestu en þó hafi þær stöku sinnum hist á heimili Wenche. Samtölin voru tekin upp. „Þetta verkefni hefur verið svo leynilegt að aðeins örfáir hafa vitað um tilvist þess,“ segir Christensen sem að lýsir sambandi sínu við Wenche Behring Breivik sem blöndu af sálfræðingi, stuðningsmanni, trúnaðarvinkonu og blaðamanni. „Þegar við hittumst í fyrsta sinn fékk hún þær fréttir að hún var með krabbamein. Það áfall fékk hún í kjölfarið á áfallinu sem reið yfir hana þann 22.júlí.“ Christensen segir móður fjöldamorðingjans aldrei hafa álasað sér fyrir gjörðir hans. Aðspurð að því hvað fjölskyldu Wenche þykir um það að hún sé að skrifa þessa bók segir Marit: „Ég veit það ekki.“ Bókin mun varpa ljósi á hvernig mikilvægasta manneskjan í lífi Anders Breivik var og hvers slags uppeldi hann fékk. En fram hefur komið í fjölmiðlum að móðir hans var ein af fáum sem að hann átti í samskiptum við áður en hann framdi voðaverkin í Útey. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Móðir Anders Behring Breivik, Wenche Behring Breivik, tjáði sig aldrei opinberlega um voðaverkin sem hann framdi í júlí 2011 en nú er komið í ljós að hún átti nánast í daglegum samskiptum við norsku fjölmiðlakonuna Marit Christensen. Hún skrifar nú bók um Wenche sem á að koma út í haust. Frú Breivik dó seint í mars á þessu ári. Nánast enginn vissi að þær ynnu að þessu verkefni en nú hefur bókaforlagið Aschehoug staðfest það að bókin komi út og muni bera titilinn "Móðirin".„Ég hef farið í gegnum líf móðurinnar, frá vöggu til grafar. Ég hef skrifað um tilfinningar hennar og viðbrögð við Anders Behring Breivik, allt frá því að hann var barn. Sagan týndist ekki með henni heldur er enn til,“ sagði Marit Christensen í samtali við norska blaðið VG. Marit segist hafa tekið viðtölin við Wenche heima hjá sér að mestu en þó hafi þær stöku sinnum hist á heimili Wenche. Samtölin voru tekin upp. „Þetta verkefni hefur verið svo leynilegt að aðeins örfáir hafa vitað um tilvist þess,“ segir Christensen sem að lýsir sambandi sínu við Wenche Behring Breivik sem blöndu af sálfræðingi, stuðningsmanni, trúnaðarvinkonu og blaðamanni. „Þegar við hittumst í fyrsta sinn fékk hún þær fréttir að hún var með krabbamein. Það áfall fékk hún í kjölfarið á áfallinu sem reið yfir hana þann 22.júlí.“ Christensen segir móður fjöldamorðingjans aldrei hafa álasað sér fyrir gjörðir hans. Aðspurð að því hvað fjölskyldu Wenche þykir um það að hún sé að skrifa þessa bók segir Marit: „Ég veit það ekki.“ Bókin mun varpa ljósi á hvernig mikilvægasta manneskjan í lífi Anders Breivik var og hvers slags uppeldi hann fékk. En fram hefur komið í fjölmiðlum að móðir hans var ein af fáum sem að hann átti í samskiptum við áður en hann framdi voðaverkin í Útey.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira