Flottu heimsmeistaramóti lokið 19. ágúst 2013 07:05 Íslenski hópurinn að keppni lokinni í Jean Parc Drapeau sundlauginni í Montréal. Efri röð frá vinstri: Kristín Guðmundsdóttir landsliðsþjálfari, Aníta Ósk Hrafnsdóttir liðsstjóri, Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Jón Margeir Sverrisson. Neðri röð frá vinstri: Thelma Björg Björnsdóttir og Hjörtur Már Ingvarsson. Mynd/íþróttasamband fatlaðra Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi er lokið en mótið fór fram í Montréal í Kanada. Jón Margeir Sverrisson lokaði hringnum fyrir íslensku sveitina þegar hann hafnaði í 5. sæti á nýju og glæsilegu Íslandsmeti í 200m fjórsundi S14 karla. Í úrslitum þetta lokakvöld synti Hjörtur Már Ingvarsson í 100m skriðsundi í flokki S6 og hafnaði í 8. sæti á tímanum 1:34,38 mín. Thelma Björg Björnsdóttir var næst á svið í 100m skriðsundi S6 kvenna og hafnaði einnig í 8. sæti. Þau leiðu mistök urðu á framkvæmd sundsins að engir tímar voru skráðir heldur skipað í sæti eftir þeirri röð sem sundmenn komu í bakkann. Forsvarsmenn þeirra þjóða sem áttu sundmenn í þessu úrslitasundi, þar á meðal Ísland, voru beðnir um að kjósa hvort synda ætti greinina aftur eða láta hana standa og raða eftir sætum. Það varð ofan á að raða eftir sætum hvenær sundmennirnir komu í bakkann og því fæst enginn skráður tími á þetta sund. Nokkur töf varð á mótinu fyrir vikið en það kom loks að 200m fjórsundi S14 karla þar sem Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið sitt til muna sem hann hafði sett í undanrásum fyrr um morguninn. Jón var í bullandi baráttu um verðlaun en varð að láta sér lynda 5. sætið á tímanum 2.18,79 mín en fjórir sundmenn í sætum 2-5 syntu allir á 2.18,30 mín - 2.18,79 mín. Hollendingurinn Marc Evers hafði sigur á 2.12,37 mín. og ber höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Jón Margeir var skráður inn í 200m fjórsund á 2.23,72 mín. og því um gríðarlega bætingu að ræða eða um fimm sekúndur. Innlendar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi er lokið en mótið fór fram í Montréal í Kanada. Jón Margeir Sverrisson lokaði hringnum fyrir íslensku sveitina þegar hann hafnaði í 5. sæti á nýju og glæsilegu Íslandsmeti í 200m fjórsundi S14 karla. Í úrslitum þetta lokakvöld synti Hjörtur Már Ingvarsson í 100m skriðsundi í flokki S6 og hafnaði í 8. sæti á tímanum 1:34,38 mín. Thelma Björg Björnsdóttir var næst á svið í 100m skriðsundi S6 kvenna og hafnaði einnig í 8. sæti. Þau leiðu mistök urðu á framkvæmd sundsins að engir tímar voru skráðir heldur skipað í sæti eftir þeirri röð sem sundmenn komu í bakkann. Forsvarsmenn þeirra þjóða sem áttu sundmenn í þessu úrslitasundi, þar á meðal Ísland, voru beðnir um að kjósa hvort synda ætti greinina aftur eða láta hana standa og raða eftir sætum. Það varð ofan á að raða eftir sætum hvenær sundmennirnir komu í bakkann og því fæst enginn skráður tími á þetta sund. Nokkur töf varð á mótinu fyrir vikið en það kom loks að 200m fjórsundi S14 karla þar sem Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið sitt til muna sem hann hafði sett í undanrásum fyrr um morguninn. Jón var í bullandi baráttu um verðlaun en varð að láta sér lynda 5. sætið á tímanum 2.18,79 mín en fjórir sundmenn í sætum 2-5 syntu allir á 2.18,30 mín - 2.18,79 mín. Hollendingurinn Marc Evers hafði sigur á 2.12,37 mín. og ber höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Jón Margeir var skráður inn í 200m fjórsund á 2.23,72 mín. og því um gríðarlega bætingu að ræða eða um fimm sekúndur.
Innlendar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira