Carlos Tevez spilaði sinn fyrsta leik fyrir Juventus í gær er Juve lagði Lazio, 4-0, í leiknum um ítalska Ofurbikarinn.
Tevez er ánægður með það sem hann hefur séð hingað til hjá Juve og þá er hann sérstaklega ánægður með þjálfara liðsins, Antonio Conte, sem hann líkir við Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Man. Utd.
"Hann er eins og Ferguson því hann er sigurvegari. Conte gefur ekki afslátt á neinu rétt eins og Sir Alex," sagði Tevez en hann skoraði í leiknum.
"Ég var mjög ánægður með leikinn. Það er nokkuð síðan ég spilaði en leikformið mun koma."
Conte er eins og Ferguson

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





