Fótbolti

Kevin Constant gekk af velli eftir kynþáttaníð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Undanfarin ár hefur ítalskur fótbolti verið töluvert litaður af kynþáttafordómum og margoft hafa komið upp atvik þar sem knattspyrnumenn þurfa að leika undir allskyns hrópum og köllum varðandi þeirra kynþátt.

Nýjasta tilvikið átti sér stað í leik AC Milan og Sassuolo í æfingaleik sem fram fór á Ítalíu en þá gekk Kevin Constant útaf vellinum eftir að hafa fengið yfir sig svívirðingar frá aðdáendum  Sassuolo.

Kevin-Prince Boateng, leikmaður AC Milan, gerði einmitt slíkt hið sama fyrir hálfu ári síðan og í æfingaleik gegn Pro Patria.

Í því tilviki var leiknum hætt eftir að allir leikmenn AC Milan gengu af velli en núna var leiknum haldið áfram og AC Milan setti annan leikmann inná í staðinn.

Gera má ráð fyrir því að félaginu verði refsað eftir enn eitt atvikið á þessu sviði.

Hér að ofan má sjá myndband af atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×