Leik lokið: Magnaður sigur Blika í Austurríki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2013 14:27 Blikar höfðu ærna ástæðu til að fagna í Graz í dag. Mynd/Arnþór Breiðablik tryggði sér sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Sturm Graz í síðari leik liðanna í Austurríki í dag. Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í næstu umferð. Eftir markalaus jafntefli í fyrri leiknum í Kópavogi áttu Blikar svo sannarlega möguleika gegn Austurríkismönnunum þótt verkefnið væri erfitt. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn sóttu meira náði Blikar góðri sókn. Daninn Nichlas Rohde átti frábæran sprett upp vinstri kantinn, sendi fyrir markið á Ellert Hreinsson sem skoraði af stuttu færi. Blikar fögnuðu en stuðningsmenn heimamanna, sem áttu vafalítið von á þægilegum sigri, blístruðu á sína menn. Blikar spiluðu afar agaðan varnarleik í síðari hálfleik. Þeir leyfðu heimamönnum að halda boltanum, lágu til baka og sóttu hratt þegar færi gafst. Gunnleifur Gunnleifsson varði þau fáu skot sem á marki hans höfnuðu en annars áttu heimamenn fá svör við Blikum. Elfar Árni Aðalsteinsson fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu og léku Blikar því manni færri síðustu mínúturnar. Það kom ekki að sök því Kópavogsbúar héldu haus og gott betur. 1-0 útisigur var í höfn og Blikar í komnir í 3. umferð. Andstæðingur Blika verður lið Aktobe frá Kasaksan. Aktobe sló út 2. deildarlið Hödd frá Noregi í tveimur leikjum samanlagt 2-1. Aktobe mætti FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2009 og vann 4-0 sigur í Hafnarfirði og 2-0 sigur ytra. Miðað við úrslitin gegn norska liðinu er lið Aktobe ekki jafnsterkt í dag. Íslenski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira
Breiðablik tryggði sér sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Sturm Graz í síðari leik liðanna í Austurríki í dag. Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í næstu umferð. Eftir markalaus jafntefli í fyrri leiknum í Kópavogi áttu Blikar svo sannarlega möguleika gegn Austurríkismönnunum þótt verkefnið væri erfitt. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn sóttu meira náði Blikar góðri sókn. Daninn Nichlas Rohde átti frábæran sprett upp vinstri kantinn, sendi fyrir markið á Ellert Hreinsson sem skoraði af stuttu færi. Blikar fögnuðu en stuðningsmenn heimamanna, sem áttu vafalítið von á þægilegum sigri, blístruðu á sína menn. Blikar spiluðu afar agaðan varnarleik í síðari hálfleik. Þeir leyfðu heimamönnum að halda boltanum, lágu til baka og sóttu hratt þegar færi gafst. Gunnleifur Gunnleifsson varði þau fáu skot sem á marki hans höfnuðu en annars áttu heimamenn fá svör við Blikum. Elfar Árni Aðalsteinsson fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu og léku Blikar því manni færri síðustu mínúturnar. Það kom ekki að sök því Kópavogsbúar héldu haus og gott betur. 1-0 útisigur var í höfn og Blikar í komnir í 3. umferð. Andstæðingur Blika verður lið Aktobe frá Kasaksan. Aktobe sló út 2. deildarlið Hödd frá Noregi í tveimur leikjum samanlagt 2-1. Aktobe mætti FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2009 og vann 4-0 sigur í Hafnarfirði og 2-0 sigur ytra. Miðað við úrslitin gegn norska liðinu er lið Aktobe ekki jafnsterkt í dag.
Íslenski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira