Lagið heitir „Winning Ground" og er flutt af Eric Saade sem er jafnframt einn af höfunum þess. Eric Saade er þekktastur fyrir að syngja lagið Popular sem endaði í þriðja sæti í Evrópusöngvakeppninni árið 2011.
Winning Ground er einnig slagorð keppninnar og þetta er hið ágætasta popplag sem einhverjir gætu átt í hættu að fá á heilann áður en mótinu lýkur. Stefan Örn er aðalhöfundur þess en hann samdi meðal annars sigurlag Aserbaídjan í Evrópusöngvakeppninni árið 2011.
Það er hægt að sjá myndbandið með laginu með því að smella hér fyrir neðan.