Leikstjórinn Jim Jarmusch kom til landsins á dögunum til að vera viðstaddur tónlistarhátíðina All Tomorrows Parties, en þar kom hann fram með hljómsveit sinni Squrl.
Jarmusch skildi þó kvikmyndirnar ekki eftir heima í þetta skiptið og tók að sér að velja nokkrar myndir sem sýndar voru á hátíðinni.
Í myndskeiðinu hér að til hliðar talar leikstjórinn um þær myndir sem urðu fyrir valinu. Viðtalið tók Anna Clausen og um myndatöku sá Bjarni Einarsson.

