Evrópuævintýri KR árið 1995 var ákaflega vel heppnað. Þá spilaði KR gegn enska úrvalsdeildarliðinu Everton og hafði í fullu tré við ensku atvinnumennina.
KR-liðið var gríðarlega vel mannað á þessum tíma og var þess utan undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar.
Haukur Holm, fyrrum fréttamaður Stöðvar 2, fylgdi KR-liðinu til Liverpool í seinni leik liðanna og var innslagið sýnt í Pepsimörkunum í gær.
Það er óhætt að mæla með því. Innslagið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn