Bretinn Andy Murray skreið inn í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis og nú bíður hans leikur gegn Pólverjanum Jerzy Janowicz í undanúrslitum. Hann hefur fengið góða aðstoð fyrir þá viðureign.
Sjálfur Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man. Utd, var mættur þegar Murray komst í undanúrslit. Ferguson kom til Murray eftir leikinn og af honum góð ráð fyrir komandi átök. Ferguson hefur lengi verið unnandi Murray.
"Við töluðum saman í um 20 mínútur og ræddum ýmislegt. Meðal annars framhaldið og þá ekki beint næstu viðureign heldur allt sem fylgir komandi verkefni," sagði Murray.
"Hann gaf mér góð ráð um hvernig væri best að vinna undir pressu og miklum væntingum. Það er gull að fá slík ráð frá svona manni og ég ætla því ekkert að gefa upp hvað það var sem hann sagði við mig."
Ferguson gaf Murray góð ráð

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn