Stjörnuparið Angelina Jolie og Brad Pitt eru afar barngóð og vilja stækka fjölskyldu sína enn frekar á næstu árum.
Þau eiga nú þegar sex börn; Maddox, Pax, Zahara, Shiloh og tvíburana Knox og Vivienne. Nú íhuga þau að ættleiða barn af munaðarleysingjahæli í Sýrlandi eða flóttamannabúðum í Jórdan.
Barnasjúk.“Angie og Brad líta svo á að því fleiri börn því betra og að fjöldinn skipti ekki máli þegar maður eigi mörg,” segir vinur parsins í viðtali við The Sun og bætir við að þau vilji líka eignast eitt barn til viðbótar á gamla mátann.