Íslandsvinurinn og leikarinn Ryan Phillippe bauð kærustu sinni, Paulinu Slagter, í frí á Havaí þegar hún lauk prófatörn í háskólanum.
Paulina er aðeins 21 árs en Ryan 38 ára og því deginum ljósara að ástin spyr ekki um aldur í þessu tilviki.
Heimspekilegar samræður.Parið er búið að njóta frísins saman á ströndinni en þau hafa verið að deita með hléum síðan í desember árið 2011.
Horft til framtíðar.Ryan er eins og kunnugt er fyrrverandi eiginmaður leikkonunnar Reese Witherspoon og eiga þau saman tvö börn, Övu, þrettán ára og Deacon, níu ára.