Búist er við því að allt að 25 þúsund manns munu fylgjast með fyrstu opnu æfingum Bayern München undir stjórn knattspyrnustjórans Pep Guardiola.
Ákveðið var að færa æfingarnar inn á Allianz Arena-leikvanginn í München vegna þess hversu mikill áhugi var hjá stuðningsmönnum Bayern fyrir komu Guardiola.
Aðeins 25 þúsund fá miða á æfingarnar en miðaverð verður aðeins fimm evrur en allar tekjur munu renna til fórnarlamba flóðanna í Þýskalandi í vor.
Guardiola tekur formlega við störfum á mánudaginn og heldur þá blaðamannafund. Guardiola mun hafa lagt mikið á sig til að læra þýsku og stefnir að því að tala þýsku við fjölmiðlamennina.
Bayern vann þrefalt á síðastliðnu tímabili undir stjórn hins margreynda Jupp Heynckes.
Stór hópur tekur á móti Guardiola
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
