Hundurinn Lúkas snýr aftur Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júní 2013 12:51 Lúkas var talinn látinn, en birtist svo á vappi í Vaðlaheiði. Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikritið Lúkas sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að „verkið sé byggt á sögu sem allir þekkja en fæstir viðurkenna að hafa tekið þátt í". Einnig að hér sé á ferð kolsvartur húmor sem ekki sé við hæfi barna undir 14 ára aldri. Verkið byggir á sönnum sögum í tengslum við Lúkasarmálið, sem á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og komust í kjölfarið upplognar sögur á kreik um að hópur drengja hefði sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað úr honum líftóruna. Ákveðnir einstaklingar fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin um hina grunuðu, og sérstaklega einn dreng sem var sagður „höfuðpaur" málsins. Í kjölfarið voru minningarathafnir haldnar um Lúkas litla þar sem fólk kveikti á kertum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúkas mun svo hafa risið frá dauðum, eða því sem næst, enda sást hann á vappi í Vaðlaheiðinni utan Akureyrar. Sögusagnirnar reyndust því allar rangar og fúkyrðaflaumurinn hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu orðin falla. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Th. en hann hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Djáknann á Myrká, Himnaríki og Date svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Örn Davíðsson, hann hefur nú smíðað heilt orgel með skolprörum sem nýtt er í sýninguna. Lúkasarmálið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikritið Lúkas sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að „verkið sé byggt á sögu sem allir þekkja en fæstir viðurkenna að hafa tekið þátt í". Einnig að hér sé á ferð kolsvartur húmor sem ekki sé við hæfi barna undir 14 ára aldri. Verkið byggir á sönnum sögum í tengslum við Lúkasarmálið, sem á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og komust í kjölfarið upplognar sögur á kreik um að hópur drengja hefði sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað úr honum líftóruna. Ákveðnir einstaklingar fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin um hina grunuðu, og sérstaklega einn dreng sem var sagður „höfuðpaur" málsins. Í kjölfarið voru minningarathafnir haldnar um Lúkas litla þar sem fólk kveikti á kertum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúkas mun svo hafa risið frá dauðum, eða því sem næst, enda sást hann á vappi í Vaðlaheiðinni utan Akureyrar. Sögusagnirnar reyndust því allar rangar og fúkyrðaflaumurinn hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu orðin falla. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Th. en hann hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Djáknann á Myrká, Himnaríki og Date svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Örn Davíðsson, hann hefur nú smíðað heilt orgel með skolprörum sem nýtt er í sýninguna.
Lúkasarmálið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira